Beint í efni
  • Þjónustugátt
  • Kortasjá
  • Leit
  • Opna

Þjóðgarðurinn mætti á Mannamót 2024

Mannamót Markaðsstofa landshlutanna fór fram þann 18. janúar í Kórnum Kópavogi og Vatnajökulsþjóðgarður tók þátt að vanda.

8. febrúar 2024

Mannamót markaðsstofa landshlutanna voru haldin fimmtudaginn 18. janúar í Kórnum í Kópavogi. Mannamótin eru kynningarvettvangur ferðaþjónustunnar á landsbyggðinni og tækifæri til að koma á fundum fagaðila í greininni.Vatnajökulsþjóðgarður hefur tekið þátt undanfarin ár og sú hefð skapast að svæði hans taka þátt til skiptis.

Í ár mætti þjóðgarðsvarðateymið á vestursvæði, þær Fanney Ásgeirsdóttir og Hanna Valdís Jóhannsdóttir, fyrir hönd þjóðgarðsins. Mikil uppbygging hefur átt sér stað á vestursvæði undanfarin ár og ber þar helst að nefna nýja og glæsilega gestastofu, við Kirkjubæjarklaustur. Þar er starfsemi komin í fullan gang og formleg opnun fyrirhuguð á næstu vikum.

Gestir Vatnajökulsþjóðgarðs eru flestir viðskiptavinir íslenskrar ferðaþjónustu. Gott samtal og þekking milli ferðaþjónustunnar og þjóðgarðsins skiptir því miklu máli til að ná að uppfylla markmið þjóðgarðsins um verndun náttúru- og menningarminja, aðgengi, upplifun og fræðslu um náttúru- og menningarverðmæti hans.