Vatnajökulsþjóðgarður heyrir nú undir Náttúruverndarstofnun. Heimasíða stofnunarinnar er í vinnslu. Lesa meira

Beint í efni
  • Þjónustugátt
  • Kortasjá
  • Leit
  • Opna

Aurskriða við Dettifoss

Stór aurskriða er fallin úr klettabrúnum Jökulsárgljúfra við útsýnispalla rétt norðvestan við Dettifoss. Sökum veðurs og aðstæðna var ekki hægt að meta nákvæmlega umfang skriðunnar í dag, fimmtudag, 5. júní. Landverðir munu meta aðstæður frekar á morgun, föstudag, og við munum senda út frekari upplýsingar þá. Snjór er á svæðinu og mjög sleipt bæði á akvegum og gönguleiðum. Við ráðleggjum gestum frá því að heimsækja Dettifoss að svo stöddu.

5. júní 2025, kl. 15:50