Skip to content
D1

Dettifoss

Dettifoss er kraftmesti foss Evrópu. Ógnarkraftinn má finna með því að leggja lófa við klappir nálægt fossinum og finna hvernig bjargið titrar. Hægt og bítandi grefur hann sig í gegnum fossbrúnina og færir þannig sjálfan sig sífellt sunnar eða um hálfan meter á ári.
Frá bílastæðinu að útsýnisstað við Dettifoss er um 1 km ganga (aðra leið). Þaðan er hægt að ganga sömu leið tilbaka á bílastæðið.

Vegalengd
1,5 km fram og til baka
Áætlaður tími
0,5-1 klst
Erfiðleikastig
Auðveld
Hækkun
x m
Tegund
Fram og til baka
Upphafsstaður
Bílastæði við Dettifoss vestan ár

Varúð: Úðinn frá fossinum fer yfir á vestubakka árinnar, yfir útsýnisstað og göngustíga. Það er því mjög mikil bleyta nálægt fossinum, stígar geta verið sleipir og vegfarendur beðnir um að fara varlega. Að vetrarlagi og í miklum frosthörkum geta myndast miklir svellbunkar nálægt fossinum og fólki ekki ráðlagt að fara alveg að gljúfurbrún.

Kortabæklingur Jökulsárgljúfra og kort af Dettifossi