Skip to content

Umhverfis- og öryggishandbók fyrir verktaka

Vatnajökulsþjóðgarður (VJÞ) leggur áherslu á umhverfis- og öryggismál í starfsemi sinni bæði gagnvart starfsmönnum og verktökum sem vinna verkefni á vegum stofnunarinnar.

Þurrsalerni við Heinabergsjökul (mynd: Sigurður Óskar Jónsson)

Vatnajökulsþjóðgarður stefnir að því að vera til fyrirmyndar í umhverfis- og öryggismálum og vill tryggja að lagalegum kröfum sem tengjast starfsemi hennar sé fylgt. Handbók þessi veitir yfirsýn yfir helstu kröfur Vatnajökulsþjóðgarðs í umhverfis- og öryggismálum, til verktaka og þjónustuaðila.

Stjórnun umhverfis og öryggismála VJÞ verður tengd gæðastjórnun á grundvelli ISO 9001 staðalsins, sem felur m.a. í sér stöðugar úrbætur. Umhverfisstjórnun VJÞ mun uppfylla kröfur ISO 14001 staðalsins og unnið er að öryggisstjórnun í samræmi við „Vinnuverndarlöggjöfina“. Sömu reglur í umhverfis- og öryggisstjórnun fyrir starfsmenn og verktaka á vegum VJÞ.

Stefna og markmið VJÞ eru að halda neikvæðum umhverfisáhrifum af starfsemi stofnunarinnar í lágmarki og vera til fyrirmyndar í umhverfismálum. VJÞ leitast við að hafa jákvæð áhrif á umhverfi og samfélag með ákvörðunartöku sinni og þjónustu. Stofnunin vill tryggja að lagalegum kröfum sem tengjast starfsemi hennar sé fylgt og vinnur að stöðugum umbótum. Sjálfbær þróun er höfð að leiðarljósi í allri starfsemi stofnunarinnar.