![](/_next/image?url=https%3A%2F%2Fimages.prismic.io%2Fvatnajokulsthjodgardur%2Fc7c74332-6c44-4065-b47f-6af0fca96fa7_Tungna%25C3%25A1r%25C3%25B6r%25C3%25A6fi_ALA.jpg%3Fauto%3Dformat%26crop%3Dfaces%252Cedges%26fit%3Dcrop%26w%3D1100%26h%3D724&w=3840&q=80)
Image: Auður Lilja Arnþórsdóttir
Tungnaáröræfi
Tungnaáröræfi er svæði milli Tungnaár og Tungnafellsjökuls. Það er eldbrunnið og eiga þar mestu hraun sem runnið hafa á nútíma upptök sín. Meðal þeirra er Þjórsárhraun hið mikla sem rann fyrir um 9000 árum. Líklegasta uppkomusvæði þess er í eða við Heljargjá. Hún er mikill sigdalur sem liggur frá Landmannalaugum og norðaustur í Vatnajökul með stefnu á eldstöðina Hamarinn. Gjáin er sýnilegust frá vegslóða sem liggur í norðaustur frá sprengigígnum Mána. Á þessu svæði er mikið um gömul hraun og gíga.