Skip to content

Loftslagsstefna

Stjórnunar- og verndaráætlun er mikilvægasta stefnuskjal Vatnajökulsþjóðgarðs en þar kemur fram að sjálfbærni og náttúruvernd eru leiðarljós í öllu starfi þjóðgarðsins og er undirstaða allra ákvarðana.

Framtíðarsýn

Vatnajökulsþjóðgarður er til fyrirmyndar í loftslagsmálum og er öflugur í að miðla fræðslu til almennings um loftslags- og umhverfismál.

Megin hlutverk þjóðgarðsins eru náttúru- og minjavernd, fræðsla til almennings og atvinnuuppbygging í nágrenni þjóðgarðsins. Miðlun þekkingar um loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á jökla, lífríki og líffræðilega fjölbreytni innan Vatnajökulsþjóðgarðs er eitt af megin þemum í fræðsluáætlun þjóðgarðsins. Sjálfbærni og umhverfismál eru einnig lykilatriði í atvinnuuppbyggingu í þjóðgarðinum og nærsamfélagi hans.