Beint í efni
M2

Morsárjökull

Morsárjökull er formfagur, tvískiptur skriðjökull. Neðri hluti skriðjökulsins er fóðraður af falli íss niður þverhnípta hamra þar sem einnig myndast oft fossar sem eru með þeim hæstu á landinu. Í hlýju veðri má oft heyra drunur og bresti langar leiðir þegar fannir og ísflikki steypast fram af hamrastálinu í háum jökulfossi. Ofan á jöklinum má ennþá sjá ummerki gífurlegrar bergskriðu sem féll á jökulinn árið 2007.

Vegalengd
19,5 km
Áætlaður tími
6-7 klst
Erfiðleikastig
Krefjandi
Hækkun
350 m
Tegund
Hringleið að hluta
Upphafsstaður
Framan við Skaftafellsstofu

Frá Skaftafellsstofu er gengið meðfram tjaldsvæði áfram vestur undir heiðinni þar til komið er að Eystragili. Farið er yfir lækinn á göngubrú og áfram yfir Stóralæk á tveimur göngubrúm. Strax eftir síðari brúna er beygt upp í hæðina hjá Lambhaga. Frá Lambhaga er gengið upp brekkuna vestan Bæjargils að Magnúsarfossi og áfram upp að vestanverðu þar til komið er á Vesturheiði. Áfram er gengið um Snið að Grjóthól og þaðan sem leið liggur inn að Morsárjökli.

Þegar farið er til baka er auðveldast að ganga sömu leið til baka að Grjóthól. Þaðan yfir Morsá á göngubrú og til suðurs að göngubrú við Götugil. Þaðan er gengið eftir stikaðri slóð að Skaftafellsstofu.

Tengdar gönguleiðir

Bæjarstaðarskógur - M1

13 km
3 klst

Í þessari lýsingu er miðað við að farið sé á hjóli inn í Bæjarstaðarskóg.

M3

Kjós

30 km
8-10 klst
Krefjandi

Kjós er litskrúðugur fjallasalur með um 1000 metra háum skriðu- og hamraveggjum. Á norðurbrún Kjósarinnar rís hinn sérkennilegi tindur Þumall sem talinn er vera um tveggja milljón ára gamall gígtappi. Lagskipt litskrúð ber vott um nálægð við mikla eldstöð en landslagið er dæmigert roflandslag.

Kortabæklingur og kort