Páll og heiðarbýlið

Laugardaginn 4. ágúst (verslunarmannahelgi) munum við ganga úr Vesturdal upp í Svinadal undir leiðsögn Sigþrúðar Stellu Jóhannsdóttur. Við munum skoða þar tóftir gamla heiðarbýlisins, velta fyrir okkur lífi og örlögum fólksins sem þar bjó og skoða lítt þekktar náttúruperlur á fáförnum slóðum.

Ekkert þátttökugjald er í ferðina. Gengin er um 7 km hringleið sem er flestum fær. Farið er rólega yfir og oft stoppað á leiðinni. Þátttákendum er bent á að búa sig samkvæmt veðurspá og hafa meðferðis nesti.

Ferðin hefst á bílastæðinu við Hljóðakletta stundvíslega kl. 11 - gott er að vera mættur 10 mínútum fyrr.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?