[AFLÝST] Hjólahelgi í Jökulsárgljúfrum

Hjólahelginni hefur verið aflýst, sjá nánar hér: https://www.vatnajokulsthjodgardur.is/is/utgefid-efni/frettir/hjolahelgi-i-jokulsargljufrum-aflyst

Dagana 23. til 25. ágúst 2019 verður hjólahelgi í Jökulsárgljúfrum, en þá er heimilt að hjóla nokkrar gönguleiðir sem alla jafna eru lokaðar reiðhjólaumferð. Heimilt verður að hjóla þessar leiðir frá klukkan 16 á föstudeginum til klukkan 18 á sunnudeginum.

Athygli er vakin á því að göngufólk verður einnig á ferð þessa daga og því þurfa reiðhjólamenn og -konur að sýna fyllstu aðgát og tillitsemi.

Rétt er að benda á að umferð reiðhjóla um Jökulsárgljúfur þessa skilgreindu hjólahelgi er háð því að aðstæður séu hagstæðar, þ.e. að stígar séu þurrir og í stakk búnir fyrir umferð reiðhjóla. Ef mikið rignir í aðdraganda helgarinnar eða á sjálfri helginni þá áskilur þjóðgarðurinn sér rétt til að fresta eða aflýsa hjólahelginni. Hátti svo til verður það tilkynnt hér á vef þjóðgarðsins.

Nánari útlistun á þeim leiðum sem heimilt verður að hjóla verður birt síðar.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?