Theodór frá Bjarmalandi

Vatnajökulsþjóðgarður og Fálkasetur Íslands bjóða upp á fræðslustund um Theodór Gunnlaugsson frá Bjarmalandi. Theodór var mikið náttúrubarn, veiðimaður, náttúruskoðari og rithöfundur. Barnabarn Theodórs, Guðlaugur Benedikt Aðalsteinsson, mun segja frá þessum merka manni að Bjarmalandi í Öxarfirði, sunnudaginn 12. ágúst kl. 14:00. Allir eru velkomnir og tilvalið að hafa með sér nesti.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?