Jólamarkaður í Gljúfrastofu

Hinn árlegi jólamarkaður og jólatrésala verður í Gljúfrastofu laugardaginn 15. desember næstkomandi, frá 11 til 15. Félagar í handverksfélaginu Heimöx og Gugga í Sælusápum verða með söluborð og unglingadeild Öxarfjarðarskóla býður upp á kaffi, kakó og smákökur, en salan er liður í fjáröflun vegna skólaferðalags.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?