Atvinnustefna - umsagnarfrestur til 1. maí

Vatnajökulsþjóðgarði hefur frá upphafi verið ætlað að styrkja byggð og atvinnustarfsemi í nágrenni þjóðgarðsins, m.a. með því að hvetja til sjálfbærrar nýtingar gæða svæðisins en sérstakt ákvæði þess efnis kom inn í lög um þjóðgarðinn við breytingu árið 2016.  

Stjórn þjóðgarðsins vinnur nú að mótun atvinnustefnu og vill tryggja að tekið sé tillit til sjónarmiða hagsmunaaðila við mótun hennar, samhliða vernd þjóðgarðsins.  

Lögð er áhersla á að eiga gott samstarf við alla þá sem nýta þjóðgarðinn beint eða óbeint til atvinnusköpunar. 

Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs leggur hér fram drög að atvinnustefnu fyrir þjóðgarðinn. Þau má opna með því að smella hér

Óskað er eftir skriflegum ábendingum og athugasemdum í síðasta lagi 1. maí 2019. Vinsamlegast sendið þær í tölvupósti á netfangið info@vjp.is merkt “Atvinnustefna” í efnislínu eða í bréfpósti til skrifstofu þjóðgarðsins:

Vatnajökulsþjóðgarður
Urriðaholtsstræti 6-8
210 Garðabær

Nánar um gerð atvinnustefnu hér.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?