Alþjóðadagur landvarða

Alþjóðadagur landvarða er haldinn hátíðlega til að fagna störfum landvarða um allan heim sem leggja sig alla fram við að vernda náttúru- og menningarleg verðmæti. En einnig er dagurinn til að landvarða sem hafa látist eða slasast við skyldustörf. En árið 2017 létust 128 Landverðir við störf víðsvegar um heiminn. Flestir þeirra eru frá Indlandi, Afríku og Asíu þar sem landverðir eiga m.a. í stríði við veiðiþjóða og skógarhöggsmenn.

Í tilefni dagsins bjóða landverðir Vatnajökulsþjóðgarðs upp á sérstakar fræðslugöngur og viðburði. Dagskráin er fjölbreytt og býður upp á mörg tækifæri til að fræðast um störf landvarða og framlag þeirra til verndar náttúru- og menningarminja á Íslandi, Auk þess sem náttúru, jarðfræði og sögu hvers svæðis eru gerð skil í göngunum.

 

Takið daginn frá - nánari dagskrá verður auglýst síðar

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?