Fréttir

Framkvæmdir á gönguleið að Svartafossi í Skaftafelli

Um þessar mundir og næstu daga (þegar veður leyfir) eru framkvæmdir á gönguleiðinni upp að Svartafossi. Þá daga sem framkvæmdir ru þarf að veita umferð um aðra stíga og eru gestir beðnir um að hafa samband við gestastofu áður en haldið er lengra þar sem lokanir eru ekki alltaf eins. Áfram verður hægt að komast að Svartafossi um aðrar gönguleiðir. Merkingar eru á gönguleiðum sem beina gestum í rétta átt.
Lesa meira

Samningur um gestastofu á Kirkjubæjarklaustri undirritaður

Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, undirritaði í dag á Kirkjubæjarklaustri samning um hönnun gestastofu fyrir Vatnajökulsþjóðgarð. Auk ráðherra undirrituðu samninginn fulltrúar hönnuða og Vatnajökulsþjóðgarðs auk þess sem fulltrúi Framkvæmdasýslu ríkisins staðfesti samninginn. 
Lesa meira

Mikil bleyta á göngustígum í Skaftafelli og tjaldsvæðinu lokað tímabundið

Síðasta sólarhring hefur rignt meira en 100 mm í Skaftafelli. Landverðir fóru í skoðunarferð um stíga til þess að kanna aðstæður. Lækir renna um marga stíga á meðan aðrir eru á kafi. Vegna þessa er göngufólk beðið um að sýna aðgát. Tjaldsvæðinu í Skaftafelli hefur einnig verið lokað tímabundið vegna bleytu.Landverðir njóta hins vegar bleytunnar en myndirnar segja sína sögu.


https://www.facebook.com/VatnajokulsthjodgardurLesa meira

Gljúfrastofa í Ásbyrgi opin í vetur

Gljúfrastofa í Ásbyrgi verður opin alla daga í vetur, ef frá eru taldir nokkrir dagar um jól og áramót. Út október verður opið frá 10 til 16, en í nóvember og til loka apríl verður opið 11-15.

Lesa meira

Notkun dróna takmörkuð í Vatnajökulsþjóðgarði

Þjóðgarðsverðir í Vatnajökulsþjóðgarði beina þeim fyrirmælum til gesta þjóðgarðsins að þeir leiti leyfis hjá landvörðum hyggist þeir fljúga drónum innan marka þjóðgarðsins.

Lesa meira

Tilkynning frá þjóðgarðsverði á austursvæði

Gæsaveiðar hefjast almennt þann 20. ágúst ár hvert. Samkvæmt stjórnunar- og verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs er þjóðgarðsverði, að höfðu samráði við svæðisráð, heimilt að gefa út tilkynningu um seinkun veiða, gefi mat viðurkenndra aðila á varpframvindu heiðargæsar á svæðinu að vori ástæðu til frestunar.

Lesa meira

Gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir Kringilsárrana

Umhverfisstofnun vekur athygli á því að um þessar mundir vinnur stofnunin að stjórnunar- og verndaráætlun friðlandsins Kringilsárrana, í samstarfi við Vatnajökulsþjóðgarð og sveitafélagið Fljótsdalshérað. 

Lesa meira

Gönguleið um Skaftafellsheiði (S3) og á Kristínartind (S4) opin

Búið er að opna gönguleið um Skaftafellsheiði (S3) og upp á Kristínartinda (S4). Leiðin er ennþá blaut og viljum við biðja göngufólk um  að halda sig á stígum og reyna að koma í veg fyrir skemmdir á gönguleið og gróðri. Eins viljum við benda á að lítið er um rennandi vatn í heiðinni um þessar mundir og því gott að hafa drykkjarvatn meðferðis.

Lesa meira

Gönguleið S3 um Skaftafellsheiði enn lokuð vegna aurbleytu

Þjóðgarðsvörður á suðursvæði vill vekja athygli á að gönguleið S3 um Skaftafellsheiði er enn lokuð vegna aurbleytu og hættu á skemmdum á stígum og gróðri. Vonast er til að hægt verði að opna leiðina um komandi helgi (18.júní).

Lesa meira

Opið á ný að Dettifossi

Búið er að opna fyrir umferð að Dettifossi á ný, frá þjóðvegi 1 norður um veg 862, Dettifossveg, vestan ár. Vegurinn austan ár er enn ófær, sem og vegurinn upp að vestan úr Kelduhverfi. 
Lesa meira
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?