Fréttir

Ný fræðsluskilti afhjúpuð á Svínadal

Síðastliðinn laugardag gekk hópur fólks frá Vesturdal og upp í Svínadal, en um var að ræða árlega fræðslugöngu þjóðgarðsins sem ber yfirskriftina „Páll og heiðarbýlið.“ Að vanda var gengið undir leiðsögn Sigþrúðar Stellu Jóhannsdóttur, fyrrum þjóðgarðsvarðar í Jökulsárgljúfrum, og var mæting mjög góð í ár eða um 25 manns.
Lesa meira

Samstarf um landvörslu

Umhverfisstofnun og Vatnajökulsþjóðgarður hafa gert með sér samstarfssamning um landvörslu á suðurhálendinu í sumar og fram á haust.
Lesa meira

Umhverfisstofnun og Vatnajökulsþjóðgarður í samstarf um landvörslu

Umhverfisstofnun og Vatnajökulsþjóðgarður hafa gert með sér samstarfssamning um landvörslu á suðurhálendinu í sumar og fram á haust.
Lesa meira

Opið milli Ásbyrgis og Dettifoss um veg 862

Dettifossvegur 862 var opnaður í dag, þ.e.a.s. sá hluti leiðarinnar sem liggur frá Dettifossi norður í Ásbyrgi.
Lesa meira

Viðvörun vegna íshella í Vatnajökli

Vegna hækkandi sólar og lofthita eru veggir og loft íshella í skriðjöklum Vatnajökuls að veikjast. Ávallt ber að sýna fyllstu aðgát við íshella og ekki skal fara inn í þá nema að vel athuguðu máli.

Lesa meira

Ný skrifstofa Vatnajökulsþjóðgarðs opnuð í Fellabæ

Í gær var með formlegum hætti opnuð ný skrifstofa Vatnajökulsþjóðgarðs í Fellabæ á Héraði. Skrifstofan hýsir fjármálastjóra og bókara þjóðgarðsins, en verkefnum þeirra var áður sinnt á skrifstofu þjóðgarðsins í Reykjavík. 

Lesa meira

Sumarstörf í Vatnajökulsþjóðgarði [frestur liðinn]

Laus eru til umsóknar sumarstörf í Vatnajökulsþjóðgarði. Umsóknarferlið er með breyttum hætti í ár og fara allar umsóknir í gegnum ráðningarkerfi ríkisins. Eins er búið að skipta störfunum í fjóra flokka:

Lesa meira

Landvarðanámskeið - skráningarfrestur til 31. janúar

Vatnajökulsþjóðgarður vekur athygli á landvarðanámskeiði sem Umhverfisstofnun stendur fyrir. 

Lesa meira

Eftirlit með íshellaferðum innan Vatnajökulsþjóðgarðs

Á síðustu árum hefur sá hópur ferðaþjónustufyrirtækja sem bjóða upp á skipulagðar ferðir í íshella í Vatnajökli farið ört stækkandi, samhliða aukningu ferðamanna til landsins. Eftir breytingar á lögum um Vatnajökulsþjóðgarð sem samþykktar voru í september 2016, er atvinnustarfsemi innan þjóðgarðsins orðin leyfisskyld. Í framhaldi af því, samþykkti stjórn þjóðgarðsins á fundi 3. nóvember 2016 að koma af stað eftirliti landvarða með ferðum að íshellum í Vatnajökli í vetur, þá sérstaklega í Breiðamerkurjökli. 

Lesa meira

Opnunartími gestastofa um jól og áramót

Það sem af er liðið vetri hafa þrjár gestastofur Vatnajökulsþjóðgarðs verið opnar daglega. Um er að ræða tvær gestastofur sunnan Vatnajökuls, Skaftafellsstofa í Skaftafelli og Gamlabúð á Höfn, sem hafa verið opnar á ársgrundvelli í nokkur ár. Gljúfrastofa í Ásbyrgi bættist í hópinn á liðnu hausti og er sú vetraropnun góð og þörf viðbót þá þjónustu við gesti þjóðgarðsins sem heimasækja hann allt árið um kring.

Lesa meira
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?