Fréttir

Hörfandi jöklar - Fræðslubæklingur

Á dögunum kom út fræðslubæklingur á vegum verkefnisins Hörfandi jöklar. Bæklingurinn gefur innsýn í þá breytingar sem hlýnandi loftslag hefur á skriðjökla Vatnajökuls. Líta má á svæðið sem lifandi kennslustofu í loftlags – og jöklabreytingum. Í kólanandi loftslagi ryðjast jöklar fram, grafa djúpa dali og eyða grónu landi. Þegar hlýnar hopa þeir og skilja eftir sig urðir, vötn og sanda sem smám saman glæðast lífi á ný. Bæklingurinn er á íslensku og ensku og má nálgast í gestastofum Vatnajökulsþjóðgarðs.
Lesa meira

Opnunartími í Gömlubúð yfir jól og áramót

Yfir jól og áramót verður opið á eftirfarandi tímum í Gömlubúð:
Lesa meira

Lokað vegna starfsmannafagnaðar

Lokað í veitingasölunni í Skaftafelli og í Gömlubúð á Hornafirði
Lesa meira

Drumbur úr fornum skógi kemur undan jökli

Nýverið komu í ljós nokkrir trjábolir í setlögum við Breiðarmerkurjökul. Talið er að drumbarnir séu úr birki og hafi jafnvel farið undir jökul fyrir þúsundum ára, en setlagið sem drumburinn fannst í er um 3000 ára gamalt.
Lesa meira

Forsetinn heimsótti Ásbyrgi

Forseti Íslands, herra Guðni Th. Jóhannesson, og kona hans, frú Eliza Reid, heimsóttu í gær Gljúfrastofu í Ásbyrgi. Var heimsóknin hluti af dagskrá forsetans í opinberri heimsókn hans í Norðurþing.
Lesa meira

Aðstæður á hálendinu norðan jökla

Nú er farið að hausta og því full ástæða til að fylgjast vel með aðstæðum á fjöllum. Ferðafélag Akureyrar er sem stendur að loka skálum og snyrtihúsi í Drekagili og taka vatn af tjaldsvæðinu. Í Drekagili eru því engin opin vatnsklósett, en við skálana er þurrsalerni sem er og verður opið.
Lesa meira

Dagur íslenskrar náttúru - strandhreinsun á Breiðarmerkursandi

Vatnajökulsþjóðgarður, Sveitarfélagið Hornafjörður og stofnanir Nýheima í samstarfi og með stuðningi landeigenda og fyrirtækja á Hornafirði standa fyrir strandhreinsun á degi íslenskrar náttúru, laugardaginn 16. september. Í ár ber Alþjóða strandhreinsunardaginn upp á sama dag og er því við hæfi að tileinka daginn strandlengju sveitarfélagsins og hafinu.
Lesa meira

Merkur fundur í vettvangsferð á Breiðamerkursandi

Í vettvangsferð um Breiðamerkursand, fimmtudaginn 3. ágúst 2017, vísaði Fjölnir Torfason, Þórbergssetri, samferðafólki á athyglisvert grettistak. Steininn hafði Þorsteinn Guðmundsson frá Reynivöllum, notað sem viðmið í jöklamælingum fyrir miðja síðustu öld. Á hann er fest koparplata, sem hann greypti í fjarlægðir að jökulsporði Breiðamerkurjökuls, á árunum 1945 til 1951.
Lesa meira

Jökulsárlón og nærliggjandi svæði friðlýst sem hluti Vatnajökulsþjóðgarðs

Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, undirritaði í dag friðlýsingu Jökulsárlóns og umfangsmikilla svæða sem liggja að lóninu. Um leið er svæðið fellt inn í Vatnajökulsþjóðgarð.
Lesa meira
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?