Fréttir

Áningarstaður við Langasjó

Í síðustu viku ágústmánaðar var lokið við ytri frágang áningarstöðvar við Langasjó sem byrjað var á sl. sumar. RR Tréverk á Kirkjubæjarklaustri sá um framkvæmdina ásamt jarðvinnuverktökum.

Lesa meira

Nýja hraunið vinsæll áfangastaður

Gönguleiðir hafa verið opnaðar í nýja hrauninu norðan Vatnajökuls og vekja mikla lukku á meðal ferðamanna. Vinsældir jukust enn eftir að fært varð að baðstað við austurjaðar hraunsins. Landverðir bjóða fræðsluferðir og kynningarefni.
Lesa meira

Sýningin „Mosar“ formlega opnuð í Skaftárstofu

Á morgun, föstudaginn 7. ágúst, kl. 17:00 verður sýningin „Mosar“ formlega opnuð í Skaftárstofu, gestastofu þjóðgarðsins á Kirkjubæjarklaustri. Á sýningunni er fjallað um mosa, einkennisgróður Skaftárhrepps, frá ýmsum hliðum.

Lesa meira

Gönguleið um Skaftafellsheiði opin

Gönguleið S3 um Skaftafellsheiði var opnuð í gær, en hún var búin að vera lokuð frá því snemma í vor vegna snjóa og aurbleytu. Enn leynist þó einhver snjór efst í heiðinni og töluverður snjór er enn á leið S4 sem liggur frá S3 á Kristínartinda.

Lesa meira

Fimm ára afmæli Snæfellsstofu

Í tilefni af fimm ára afmæli Snæfellsstofu hefur hluti sýningarinnar „Yfir hrundi askan dimm" verið settur upp í fundarsal Snæfellsstofu. Sýningin, sem er meistaraverkefni Elsu Guðnýjar Björgvinsdóttur í þjóðfræði við Háskóla Íslands, fjallar um eldgosið í Öskju 1875, áhrif þess og öskufallsins, sem fylgdi í kjölfarið, á fólk og skepnur.

Lesa meira

Aðgengi að Holuhrauni

Viðbúnaðarstig almannavarna vegna jarðhræringa í Bárðarbungu hefur verið fært niður á óvissustig og lokun lögreglu á svæðinu aflétt. Þegar hálendisvegir verða opnaðir stefnir Vatnajökulsþjóðgarður að því að veita aðgengi að hrauninu eftir merktum gönguleiðum.
Lesa meira

Breytingar á afgreiðslutíma Skaftafellsstofu

Í sumar verða þær breytingar á afgreiðslutíma Skaftafellsstofu að gestastofan er opin frá 9-19. Afgreiðsla fyrir tjaldsvæðið flyst úr Skaftafellsstofu í þjónustuhús vestast á tjaldsvæðinu í byrjun júní og þar verða starfsmenn tjaldsvæðis með fasta viðveru frá 7:30 – 24:00.
Lesa meira

Tímabundnar lokanir gönguleiða í Skaftafelli

Þjóðgarðsvörður hefur tekið þá ákvörðun að loka tímabundið flestum gönguleiðum á Skaftafellsheiði, vegna mikillar aurbleytu.  Þó er bæði opið að Svartafossi og að Skaftafellsjökli.
Lesa meira

Ársfundur norðursvæðis verður haldinn 27. apríl

Ársfundur norðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs verður haldinn í Hvalasafninu  á Húsavík mánudaginn 27. apríl næstkomandi  kl. 16.00. Þema fundarins verður Holuhraun og nágrenni, aðstæður og úrlausnarefni.

 

Lesa meira

Minnkun aðgangsstýrða svæðisins norðan Vatnajökuls

Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra, lögreglustjórinn á Austurlandi, lögreglustjórinn á Suðurlandi og Ríkislögreglustjóri hafa ákveðið að gera breytingar á lokunarsvæðinu umhverfis Holuhraun með vísan í 23. gr. laga nr. 82/2008 um almannavarnir.

Lesa meira
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?