Fréttir

Sumarstörf í Vatnajökulsþjóðgarði [frestur liðinn]

Laus eru til umsóknar sumarstörf í Vatnajökulsþjóðgarði. Umsóknarferlið er með breyttum hætti í ár og fara allar umsóknir í gegnum ráðningarkerfi ríkisins. Eins er búið að skipta störfunum í fjóra flokka:

Lesa meira

Landvarðanámskeið - skráningarfrestur til 31. janúar

Vatnajökulsþjóðgarður vekur athygli á landvarðanámskeiði sem Umhverfisstofnun stendur fyrir. 

Lesa meira

Eftirlit með íshellaferðum innan Vatnajökulsþjóðgarðs

Á síðustu árum hefur sá hópur ferðaþjónustufyrirtækja sem bjóða upp á skipulagðar ferðir í íshella í Vatnajökli farið ört stækkandi, samhliða aukningu ferðamanna til landsins. Eftir breytingar á lögum um Vatnajökulsþjóðgarð sem samþykktar voru í september 2016, er atvinnustarfsemi innan þjóðgarðsins orðin leyfisskyld. Í framhaldi af því, samþykkti stjórn þjóðgarðsins á fundi 3. nóvember 2016 að koma af stað eftirliti landvarða með ferðum að íshellum í Vatnajökli í vetur, þá sérstaklega í Breiðamerkurjökli. 

Lesa meira

Opnunartími gestastofa um jól og áramót

Það sem af er liðið vetri hafa þrjár gestastofur Vatnajökulsþjóðgarðs verið opnar daglega. Um er að ræða tvær gestastofur sunnan Vatnajökuls, Skaftafellsstofa í Skaftafelli og Gamlabúð á Höfn, sem hafa verið opnar á ársgrundvelli í nokkur ár. Gljúfrastofa í Ásbyrgi bættist í hópinn á liðnu hausti og er sú vetraropnun góð og þörf viðbót þá þjónustu við gesti þjóðgarðsins sem heimasækja hann allt árið um kring.

Lesa meira

Lokun gönguleiða um Skaftafellsheiði vegna mikils vinds

Búist er við stormi og miklum kviðum á Suður og Suðausturlandi í dag fimmtudag og fram eftir föstudegi. Gönguleið S3 um Skaftafellsheiði er lokuð vegna þessa og ekki er mælt með því að ganga S6 að Sjónarnípu vegna vinds. 
Lesa meira

Endurbætur á göngustíg að Svartafossi í Skaftafelli

Undanfarnar vikur hefur verið unnið að endurbótum á stígnum upp að Svartafossi. Þessi mynd var tekin um helgina þegar landverðir og bændur úr Öræfum voru að koma fyrir mottum á stígnum í blíðskaparveðri. Stefnt er að frekari vinnu í vikunni.

Lesa meira

Framkvæmdir á gönguleið að Svartafossi í Skaftafelli

Um þessar mundir og næstu daga (þegar veður leyfir) eru framkvæmdir á gönguleiðinni upp að Svartafossi. Þá daga sem framkvæmdir ru þarf að veita umferð um aðra stíga og eru gestir beðnir um að hafa samband við gestastofu áður en haldið er lengra þar sem lokanir eru ekki alltaf eins. Áfram verður hægt að komast að Svartafossi um aðrar gönguleiðir. Merkingar eru á gönguleiðum sem beina gestum í rétta átt.
Lesa meira

Samningur um gestastofu á Kirkjubæjarklaustri undirritaður

Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, undirritaði í dag á Kirkjubæjarklaustri samning um hönnun gestastofu fyrir Vatnajökulsþjóðgarð. Auk ráðherra undirrituðu samninginn fulltrúar hönnuða og Vatnajökulsþjóðgarðs auk þess sem fulltrúi Framkvæmdasýslu ríkisins staðfesti samninginn. 
Lesa meira

Mikil bleyta á göngustígum í Skaftafelli og tjaldsvæðinu lokað tímabundið

Síðasta sólarhring hefur rignt meira en 100 mm í Skaftafelli. Landverðir fóru í skoðunarferð um stíga til þess að kanna aðstæður. Lækir renna um marga stíga á meðan aðrir eru á kafi. Vegna þessa er göngufólk beðið um að sýna aðgát. Tjaldsvæðinu í Skaftafelli hefur einnig verið lokað tímabundið vegna bleytu.Landverðir njóta hins vegar bleytunnar en myndirnar segja sína sögu.


https://www.facebook.com/VatnajokulsthjodgardurLesa meira

Gljúfrastofa í Ásbyrgi opin í vetur

Gljúfrastofa í Ásbyrgi verður opin alla daga í vetur, ef frá eru taldir nokkrir dagar um jól og áramót. Út október verður opið frá 10 til 16, en í nóvember og til loka apríl verður opið 11-15.

Lesa meira
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?