Fréttir

Tímabundin staða sérfræðings á suðursvæði

Vatnajökulsþjóðgarður auglýsir starf sérfræðings í tímabundna stöðu í Skaftafelli, frá 15. mars – 31. desember 2016.

Lesa meira

Tímabundin staða sérfræðings á vestursvæði

Vatnajökulsþjóðgarður auglýsir starf sérfræðings í tímabundna stöðu á Kirkjubæjarklaustri, frá 15. mars – 31. desember 2016.

Lesa meira

Framkvæmdir í Skaftafellsstofu [uppfært 29.01.16]

Í dag hófst vinna við að skipta um loftaplötur í Skaftafellsstofu, en gömlu plöturnar höfðu eyðilagst vegna rakaskemmda. Vegna þessa hefur helmingur gestastofunnar verið stúkaður af og upplýsingagjöf flutt tímabundið yfir í verslunarrýmið.

Lesa meira

Ástand gönguleiða í Skaftafelli

Undanfarið hefur rignt mikið í Skaftafelli og mestan snjó tekið upp af láglendi. Greiðfært er frá Skaftafellsstofu langleiðina að Skaftafellsjökli, en mikið vatn er á aurunum næst jökli.
Lesa meira

Ástand gönguleiða í Skaftafelli og jólaopnun gestastofu

Um þessar mundir má búast við hálku á flestum göngustígum íSkaftafelli. Stígurinn inn að Skaftafellsjökli hefur þó verið ruddur og ernokkuð greiðfær.
Lesa meira

Ískaldar staðreyndir!

Þegar veita á gæðaþjónustu er lykilatriði að setja öryggismálin ávallt í öndvegi. Menntun og þjálfun starfsmanna/leiðsögumanna er mjög mikilvæg og í VAKANUM, gæða- og umhverfiskerfi ferðaþjónustunnar, eru gerðar miklar kröfur á því sviði. Það á ekki síst við þegar um ræðir afþreyingu sem gæti falið í sér áhættu fyrir þátttakendur.

Lesa meira

Áform um gestastofu á Kirkjubæjarklaustri kynnt í ríkisstjórn

Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, kynnti í morgun í ríkisstjórn áform um byggingu gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs á Kirkjubæjarklaustri. Ráðuneytið hefur lagt fram tillögu til fjárlaga um 150 milljóna króna fjárheimild til þriggja ára vegna byggingarinnar.
Lesa meira

Breyttur opnunartími í Gljúfrastofu

Gljúfrastofa er nú opin samkvæmt samkomulagi.Lesa meira

Ánægja með starfsemi Gömlubúðar

Gamlabúð hefur brátt sinn þriðja starfsvetur í sínum nýja, glæsilega búningi. Við sem störfum í gestastofu og upplýsingamiðstöð Vatnajökulsþjóðgarðs á Höfn verðum vör við, eins og landsmenn flestir, aukningu í fjölda erlendra ferðamanna sem sækja landið heim. Á fyrsta starfsári, sem hófst formlega 7. júní 2013, komu rúmlega 35.000 gestir í húsið, á síðasta ári rúmlega 40.000 gestir og  það sem af er þessu ári hafa tæplega 50 þúsund manns komið við

Lesa meira

Gljúfrastofa í Ásbyrgi - lengdur opnunartími

Í október er opið alla daga kl.10:00-16:00

Lesa meira
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?