Gildandi samningar um atvinnutengda starfsemi

Samkvæmt lögum um Vatnajökulsþjóðgarð eiga allir þeir sem reka atvinnutengda starfsemi í Vatnajökulsþjóðgarði að gera samning við þjóðgarðinn þar sem sett eru skilyrði fyrir starfseminni m.a. með tilliti til verndar umhverfis og öryggis gesta. Þann 4. júlí 2022 var auglýst eftir umsóknum um gerð samninga um íshellaferðir og jöklagöngur á Breiðamerkurjökli (vestan og austan Jökulsárlóns), Falljökli/Virkisjökli og Skeiðarárjökli.

Ferðaþjónusta innan Vatnajökulsþjóðgarðs tók mikinn vaxtarkipp árin fyrir heimsfaraldur samhliða stigvaxandi straumi ferðamanna til Íslands. Þörf var á skýrum og gegnsæjum leikreglum til að tryggja að atvinnustarfsemi væri stunduð í samræmi við reglur um vernd náttúru- og menningarminja og góða starfshætti. Í því ljósi voru skilyrði um samninga um atvinnutengda starfsemi sett í lög þjóðgarðsins árið 2016 og atvinnustefna staðfest 2019. Fyrstu samningar um atvinnutengda starfsemi voru gerðir haustið 2020 og nú fer í hönd þriðji veturinn þar sem í gildi eru samningar um íshella- og jöklaferðir. Einnig hafa verið gerðir samningar um jöklagöngur að sumri til og rekstur veitingavagna. Yfirlit yfir samninga má sjá í töflu hér fyrir neðan.

Yfirlit yfir samninga um atvinnutengda starfsemi frá árinu 2020:

Tegund atvinnustarfsemi

Svæði

Tímabil

Fjöldi samninga

Íshellaferðir og jöklagöngur

Breiðamerkurjökull austur

Breiðamerkurjökull vestur

Falljökull/Virkisjökull

Skeiðarárjökull

1.10.2022-30.4.2023

18*

Rekstur veitingavagna

Jökulsárlón

1.6.2022-30.5.2024

3

Jöklagöngur

Breiðamerkurjökull austur

Breiðamerkurjökull vestur

Falljökull/Virkisjökull

Skeiðarárjökull

1.5.2022-30.9.2022

11

Íshellaferðir og jöklagöngur

Breiðamerkurjökull austur

Breiðamerkurjökull vestur

Falljökull/Virkisjökull

Skeiðarárjökull

1.10.2021-30.4.2022

25

Íshellaferðir og jöklagöngur

Breiðamerkurjökull austur

Breiðamerkurjökull vestur

Falljökull/Virkisjökull

Skeiðarárjökull.

Skálafellsjökull

1.10-2020-30.9.2021

27

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Alls hafa borist 24 umsóknir um íshellaferðir og jöklagöngur fyrir veturinn 2022-2023 á þeim fjórum svæðum sem auglýst voru þann 4. júlí 2022. Tuttugu og eitt þessara fyrirtækja höfðu áður gert samning við þjóðgarðinn á síðasta tímabili, en þrjú ný fyrirtæki bættust við. Tímabil núverandi samninga nær til eins árs, sem er lenging frá fyrra ári. Flest fyrirtækjanna, eða 23 talsins, hafa nú lokið umsóknarferlinu og er verið að ganga frá samningum þeirra við þjóðgarðinn. Aðrar umsóknir eru enn í ferli. Samningar um íshellaferðir og jöklagöngur renna út 30. september 2023. Í upphafi árs næsta árs hefst undirbúningur að auglýsingu fyrir umsóknir um starfsemi á og við skriðjökla á suðursvæði frá og með hausti 2023.

Listi yfir fyrirtæki með samninga um íshellaferðir og jöklagöngur veturinn 2022-2023:

#

Fyrirtæki

Svæði

1

Alla Leið ehf.

Breiðamerkurjökull austur og vestur

2

Arcanum Fjallaleiðsögumenn

Breiðamerkurjökull austur og vestur, Falljökull/Virkisjökull, Skeiðarárjökull

3

Arctic Exposure

Breiðamerkurjökull austur og vestur

4

Blue Iceland

Breiðamerkurjökull austur og vestur

5

Fallastakkur ehf. / Glacier Journey

Breiðamerkurjökull austur og vestur

6

Glacier Adventure ehf.

Breiðamerkurjökull austur og vestur

7

Glacier Travel ehf.

Breiðamerkurjökull austur og vestur

8

Glacier Trips ehf.

Breiðamerkurjökull austur og vestur

9

Háfjall ehf.

Breiðamerkurjökull austur og vestur, Falljökull/Virkisjökull

10

Heading North ehf.

Breiðamerkurjökull austur og vestur

11

Hidden Iceland ehf.

Breiðamerkurjökull austur og vestur, Falljökull/Virkisjökull, Skeiðarárjökull

12

Ice Cave Guides ehf

Breiðamerkurjökull austur og vestur

13

Ice Cave in Iceland ehf Breiðamerkurjökull austur og vestur

14

Ice Journey ehf Breiðamerkurjökull austur og vestur, Falljökull/Virkisjökull, Skeiðarárjökull

15

Jöklaverðir ehf. Breiðamerkurjökull austur og vestur, Falljökull/Virkisjökull, Skeiðarárjökull

16

Local Guide ehf Breiðamerkurjökull austur og vestur, Falljökull/Virkisjökull, Skeiðarárjökull
17 Marina Travel ehf. Breiðamerkurjökull austur og vestur

18

Melrakki Adventures ehf.

Breiðamerkurjökull austur og vestur, Falljökull/Virkisjökull

19

Niflheimar ehf.

Breiðamerkurjökull austur og vestur

20

South East Iceland ehf.

Breiðamerkurjökull austur og vestur

21

Straumhvarf ehf

Breiðamerkurjökull austur, Falljökull/Virkisjökull

22

Tindaborg ehf.

Breiðamerkurjökull austur og vestur, Falljökull/Virkisjökull, Skeiðarárjökull

23

Tröll ferðaþjónusta ehf.

Breiðamerkurjökull austur og vestur, Falljökull/Virkisjökull, Skeiðarárjökull

Uppfært 15.11.2022

Innleiðing atvinnustefnu er umfangsmikið verkefni sem er í stöðugri þróun. Vatnajökulsþjóðgarður er gersemi á heimsvísu og því einstakur vettvangur upplifunar. Það setur einnig þær kröfur að vanda skuli til verka, sérstaklega er varðar verndun umhverfis og öryggi gesta. Á hverju ári safnast í reynslubankann hvort sem er hjá Vatnajökulsþjóðgarði eða samstarfsaðilum. Samningar um atvinnutengda starfsemi hafa fram til þess eingöngu verið gerðir á suðursvæði þjóðgarðsins enda er þar umfangsmesta atvinnustarfsemin.

Atvinnustefnan sem mörkuð var 2019 hefur í meginatriðum reynst vel en búast má við að hún verði uppfærð fljótlega í ljósi reynslunnar og þróunar lagaumhverfisins. Samhliða mun starfsfólk þjóðgarðsins vinna að áætlun um gerð samninga um atvinnustarfsemi á fleiri svæðum innan þjóðgarðsins og um fjölbreyttari afþreyingu.