- Svæðin
- Skaftafell
- Jökulsárlón / Hornafjörður
- Jökulsárgljúfur
- Ódáðahraun / Krepputunga
- Snæfell / Lónsöræfi
- Laki / Eldgjá / Langisjór
- Nýidalur / Vonarskarð / Tungnaáröræfi
- Vatnajökull | Hörfandi jöklar
- Skipuleggja heimsókn
- Fræðsla
- Stjórnsýsla
Samkvæmt lögum um Vatnajökulsþjóðgarð eiga allir þeir sem reka atvinnutengda starfsemi í Vatnajökulsþjóðgarði að gera samning við þjóðgarðinn þar sem sett eru skilyrði fyrir starfseminni m.a. með tilliti til verndar umhverfis og öryggis gesta. Þann 31. júlí 2020 var auglýst eftir umsóknum um gerð samninga um íshellaferðir og jöklagöngur á Breiðamerkurjökli, Falljökli/Virkisjökli, Skeiðarárjökli og Skálafellsjökli. Var það mat Vatnajökulsþjóðgarðs á grundvelli verndarmarkmiða þjóðgarðsins, upplifunar gesta og öryggis þeirra, að nauðsynlegt væri að takmarka fjölda þeirra gesta sem farið væri með í ferðir á þessi svæði. Í auglýsingunni var því tilgreindur eftirfarandi hámarksfjöldi gesta á hverju svæði sem samningar yrðu gerðir um
Á fundi svæðisráðs suðursvæðis 7. september 2020, var, eftir tillögu starfsmanna, ákveðið að hækka hámarksfjölda fyrir Falljökul/Virkisjökul, úr 500 upp í 1.000 manns á dag.
Í samráði við hagsmunaaðila var ákveðið að skilgreina verkefnið sem þróunarverkefni og að samningar yrðu að þessu sinni gefnir út til eins árs. Þannig mætti nýta reynsluna til að bæta og efla umsóknarferlið og samningagerð vegna atvinnutengdrar starfsemi í þjóðgarðinum til framtíðar.
Alls bárust umsóknir frá tuttugu og sjö fyrirtækjum á þeim fimm svæðum sem auglýst voru. Afgreiðslu umsókna er nú lokið og liggur úthlutun fyrir. Unnið er að undirritun samninga við rekstraraðila með rafrænum hætti.
Tuttugu og sjö fyrirtæki töldust uppfylla skilyrði að loknu mati á umsóknargögnum og fengu þau öll jákvætt svar um gerð samnings við þjóðgarðinn. Umsóknir um fjölda gesta á þremur svæðum voru samanlagt umfram hámarksfjölda sem tilgreindur var í auglýsingu. Af þeim sökum var við úthlutun á fjölda gesta beitt hlutfalllegri skerðingu miðað við það sem sótt hafði verið um. Við framkvæmd úthlutunar var byggt á sjónarmiðum sem fram koma í lögum um Vatnajökulsþjóðgarð, reglugerð þjóðgarðsins og atvinnustefnu hans. Hlutfallsleg skerðing var meiri eftir því sem sótt var um heimild fyrir fleiri gestum auk þess sem ákveðið lágmark var sett þar sem ekki kom til skerðingar.
Hér er sniðmát samninga um atvinnutengda starfsemi - íshellaferðir og jöklagöngur veturinn 2020 - 2021 í pdf - formi
Hér er skjal um íshella í Vatnajökulsþjóðgarði - Aðferðir við mat á áhættu
Á Breiðamerkurjökli austur bárust umsóknir um heimild til ferða með samtals 1.564 gesti á dag, en auglýst viðmið Vatnajökulsþjóðgarðs um hámarksfjölda á það svæði var 650 gestir á dag. Niðurskurður þar var allt að 81%, en að meðaltali 50%. Tuttugu og tvær umsóknir bárust og var niðurstaða úthlutunar eftirfarandi:
|
Nafn umsækjanda |
Umbeðinn fjöldi gesta á dag |
Samþykktur fjöldi gesta á dag |
1 |
Amazingtours ehf. |
60 |
34 |
2 |
Arcanum Fjallaleiðsögumenn ehf. |
50 |
32 |
3 |
Blue Iceland Suðursveit ehf. |
48 |
32 |
4 |
Fallastakkur ehf. |
14 |
14 |
5 |
Glacier Adventure ehf. |
100 |
38 |
6 |
Glacier Travel ehf. |
52 |
32 |
7 |
Glacier Trips ehf. |
50 |
32 |
8 |
Háfjall ehf. |
4 |
4 |
9 |
Heading North ehf. |
12 |
12 |
10 |
Huldusteinn ehf. |
52 |
32 |
11 |
Ice Cave Guides ehf. |
150 |
45 |
12 |
Ice Cave in Iceland ehf. |
20 |
20 |
13 |
Iceguide ehf. |
16 |
16 |
14 |
Ís og ævintýri ehf. |
70 |
35 |
15 |
Local Guides ehf. |
100 |
38 |
16 |
Local Icelander ehf. |
8 |
8 |
17 |
Marina travel ehf. |
32 |
27 |
18 |
Niflheimar ehf. |
150 |
45 |
19 |
South East ehf. |
52 |
32 |
20 |
Straumhvarf ehf. |
210 |
48 |
21 |
Tröllaferðir ehf. |
300 |
57 |
22 |
Öræfaferðir ehf. |
14 |
14 |
|
Samtals: |
1564 |
647 |
Á Breiðamerkurjökli vestur bárust umsóknir um heimild til ferða með samtals 1.481 gest á dag, en viðmið Vatnajökulsþjóðgarðs um hámarksfjölda á það svæði var 650 gestir á dag. Niðurskurður þar var allt að 80%, en að meðaltali 46%. Tuttugu umsóknir bárust og var niðurstaða úthlutunar eftirfarandi:
|
Nafn umsækjanda |
Umbeðinn fjöldi gesta á dag |
Samþykktur fjöldi gesta á dag |
1 |
Amazingtours ehf. |
60 |
38 |
2 |
Arcanum Fjallaleiðsögumenn ehf. |
100 |
48 |
3 |
Blue Iceland Suðursveit ehf. |
48 |
33 |
4 |
Fallastakkur ehf. |
14 |
14 |
5 |
Glacier Travel ehf. |
52 |
33 |
6 |
Glacier Trips ehf. |
50 |
33 |
7 |
Háfjall ehf. |
4 |
4 |
8 |
Heading North ehf. |
12 |
12 |
9 |
Huldusteinn ehf. |
52 |
33 |
10 |
Ice Cave Guides ehf. |
150 |
48 |
11 |
Ice Cave in Iceland ehf. |
20 |
20 |
12 |
Iceguide ehf. |
16 |
16 |
13 |
Iceland Event ehf. |
45 |
33 |
14 |
Local Guides ehf. |
100 |
48 |
15 |
Marina travel ehf. |
32 |
28 |
16 |
Niflheimar ehf. |
150 |
48 |
17 |
South East ehf. |
52 |
33 |
18 |
Straumhvarf ehf. |
210 |
52 |
29 |
Tröllaferðir ehf. |
300 |
61 |
20 |
Öræfaferðir ehf. |
14 |
14 |
|
Samtals: |
1481 |
649 |
Á Falljökli/Virkisjökli bárust umsóknir um heimild til ferða með samtals 1.273 gesti á dag en viðmið Vatnajökulsþjóðgarðs um hámarksfjölda á það svæði var 1.000 gestir á dag. Niðurskurður þar var allt að 31%, en að meðaltali 25%. Tólf umsóknir bárust og var niðurstaða úthlutunar eftirfarandi:
|
Nafn umsækjanda |
Umbeðinn fjöldi gesta á dag |
Samþykktur fjöldi gesta á dag |
1 |
Arcanum Fjallaleiðsögumenn ehf . |
350 |
258 |
2 |
Háfjall ehf . |
4 |
4 |
3 |
Hidden Iceland ehf . |
12 |
12 |
4 |
Jökla- og eldfjallaferðir ehf . |
5 |
5 |
5 |
Local Guides ehf . |
100 |
100 |
6 |
Local Icelander ehf. |
8 |
8 |
7 |
Marina travel ehf . |
32 |
32 |
8 |
Melrakki ehf. |
40 |
40 |
9 |
Straumhvarf ehf. |
400 |
275 |
10 |
Tindaborg ehf. |
8 |
8 |
11 |
Tröllaferðir ehf. |
300 |
247 |
12 |
Öræfaferðir ehf . |
14 |
14 |
|
Samtals: |
1273 |
1003 |
Á Skeiðarárjökli bárust umsóknir um heimild til ferða með samtals 158 gesti á dag en viðmið Vatnajökulsþjóðgarðs um hámarksfjölda á þetta svæði var 500 gestir á dag. Þar voru því allar umsóknir samþykktar án skerðingar á umbeðnum fjölda gesta á svæðið. Umsóknir bárust frá fjórum fyrirtækjum og var þeim úthlutað eftirfarandi fjölda gesta:
|
Nafn umsækjanda |
Umbeðinn og samþykktur fjöldi gesta á dag |
1 |
Arcanum Fjallaleiðsögumenn ehf. |
100 |
2 |
Háfjall ehf. |
4 |
3 |
Local Guide ehf. |
40 |
4 |
Öræfaferðir ehf. |
14 |
|
Samtals: |
158 |
Á Skálafellsjökli bárust umsóknir um heimild til ferða með samtals 148 gesti á dag en viðmið Vatnajökulsþjóðgarðs um hámarksfjölda á það svæði var 500 gestir á dag. Þar voru því allar umsóknir samþykktar án skerðingar á umbeðnum fjölda gesta á svæðið. Umsóknir bárust frá sex fyrirtækjum og var þeim úthlutað eftirfarandi fjölda gesta:
|
Nafn umsækjanda |
Umbeðinn og samþykktur fjöldi gesta á dag |
1 |
Háfjall ehf. |
4 |
2 |
Ís og ævintýri ehf. |
70 |
3 |
Local Icelander ehf. |
8 |
4 |
Marina travel ehf. |
32 |
5 |
South East ehf. |
20 |
6 |
Öræfaferðir ehf. |
14 |
|
Samtals: |
148 |
Vatnajökulsþjóðgarður þakkar fyrir góðar ábendingar og gott samstarf við rekstraraðila við framkvæmd atvinnustefnu sinnar. Áfram verður unnið að frekari þróun umsóknar- og verkferla innan Vatnajökulsþjóðgarðs. Allar frekari athugasemdir og fyrirspurnir berist á leyfi@vjp.is .