Viðauki við stjórnunar- og verndaráætlun – Sandfell í Öræfum

Unnið er að gerð viðauka fyrir Sandfell í Öræfum. Það sem um ræðir eru það svæði sem bættist við Vatnajökulsþjóðgarð í júní 2021.

 

Vinnuferli við mótun viðaukans er lýst í þessari verkefnislýsingu.

Nú er unnið að mótun ákvæða fyrir stjórnunar- og verndaráætlun. Í því felst m.a. gagnaöflum og samtal við fagstofnanir, íbúa, atvinnurekendur og aðra hagsmunaaðila, um samspil á verndun og nýtingu þeirra gæða sem svæðið hefur upp á að bjóða.

Liður í þeirri vinnu eru eftirfarandi samráðsfundir  um ólík þemu:

Íbúafundur - Hofgarði

Sjónum beint að beinum hagsmunum íbúa og samfélagsins í Öræfum.

Fundurinn verður haldinn í Hofgarði í Öræfum,  29. mars 2023 klukkan 16:00-17.30.

 

Fundur rekstraraðila – haldinn í Hofgarði

Sjónum beint að hagsmunum þeirra sem reka fyrirtæki á svæðinu.

Fundurinn verður haldinn í Hofgarði, Öræfum, 29. mars 2023 klukkan 20.00-21.30.

 

Fjarfundur

Opinn fundur um málefni Sandfells óháð þema.

Fundurinn verður haldinn á Teams, 30. mars 2023 kl. 15.00-16.00

Hlekkur á fundinn

 

 

Kort fyrir neðan:

Svæði afmarkað með gulum línum: Svæði sem bættist við Vatnajökulsþjóðgarð 2021.