Hér verður allt efni birt, sem tengist verndaráætlunarvinnu svæðisráðs vestursvæðis vegna nýs svæðis sem bættist við þjóðgarðinn með reglugerð 30. júlí 2011. Hið nýja svæði spannar efri hluta vatnasviðs Skaftár, hluta Skaftáreldahrauns, Fögrufjöll, Langasjó, hluta Tungnaárfjallgarðs, Skælinga og Eldgjá.
16. febrúar 2012:
Svæðisráð vestursvæðis kynnir hér með 1. drög að stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Langasjó-Eldgjá. Öllum er boðið að senda inn athugasemdir fyrir laugardaginn 10. mars. Athugasemdir sendist til Snorra Baldurssonar, þjóðgarðsvarðar (snorri@vjp.is).
Drög að stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Langasjó-Eldgjá (11,2 MB).
Önnur skjöl sem tengjast verkefninu:
Fundargerð vegna samráðsfunda í Reykjavík, Skaftárhreppi og Holtum í janúar 2012.
Kynning sem flutt var á samráðsfundum í Reykjavík, Skaftárhreppi og Holtum í janúar 2012.
Tímarás (Ganttrit) fyrir vinnu við breytingu á Stjórnunar- og verndaráætlun - 12. desember 2011
Hagsmunaaðilagreining
Samráðsáætlun við breytingu á stjórnunar- og verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs vegna stækkunar á vestursvæði
Verkefnisáætlun við breytingu á stjórnunar- og verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs vegna stækkunar á vestursvæði