Endurskoðun stjórnunar- og verndaráætlunar

Tillaga að endurskoðaðri Stjórnunar- og verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs

Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs auglýsir hér með, skv. 12. gr. laga um Vatnajökulsþjóðgarð nr. 60/2007, tillögu að endurskoðaðri stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Vatnajökulsþjóðgarð.

Stjórnunar- og verndaráætlun er meginstjórntæki þjóðgarðsins og tilgreinir nánar markmið verndunar, stefnu stjórnar og leiðir til að framfylgja stjórnun og vernd, í samræmi við markmið laga um Vatnajökulsþjóðgarð.

Upphafleg stjórnunar- og verndaráætlun var staðfest af umhverfisráðherra 28. febrúar 2011. Áætlunin var endurskoðuð og 2. útgáfa, sem nú er í gildi, staðfest af umhverfis- og auðlindaráðherra 12. júlí 2013. Tillagan sem nú er auglýst er önnur endurskoðun á Stjórnunar- og verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs, unnin af stjórn í samræmi við 7. mgr. 12. gr. laga um Vatnajökulsþjóðgarð, að fengnum umsögnum svæðisráða.

Helstu efnislegu breytingar sem lagðar eru til við endurskoðunina felast í nýjum ákvæðum vegna stækkunar á austursvæði þjóðgarðsins árið 2013, umfjöllun um nýmyndanir í náttúrunni, tilkominni vegna eldgossins í Holuhrauni, og textabreytingum vegna breytinga á lögum um Vatnajökulsþjóðgarð á árinu 2016, auk þess sem efnistökum í markmiðasetningu, framsetningu og niðurröðun efnis er breytt.

Tillaga að Stjórnunar- og verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs í endurskoðaðri mynd mun liggja frammi til sýnis, á opnunartíma, á eftirfarandi stöðum, frá og með 27. febrúar til og með 18. apríl 2018; á starfsstöðvum þjóðgarðsvarða í Ásbyrgi, á Hraunvegi 8 við Mývatn, á Skriðuklaustri, í Skaftafelli og á Kirkjubæjarklaustri, á skrifstofum Vatnajökulsþjóðgarðs; Klapparstíg 25-27, 4. hæð, Reykjavík, Einhleypingi 1, Egilsstöðum og í Gömlubúð á Höfn. Ennfremur eru gögnin birt á vef þjóðgarðsins; www.vjp.is og á vef Skipulagsstofnunar; www.skipulag.is.  

Allir sem hagsmuna eiga að gæta og aðrir sem áhuga hafa, eru hvattir til að kynna sér tillöguna og senda athugasemdir og ábendingar. Síðasti skiladagur athugasemda er 18. apríl 2018. Athugasemdum skal skilað skriflega til Vatnajökulsþjóðgarðs, Klapparstíg 25-27, 101 Reykjavík eða í tölvupósti á netfangið info@vjp.is, með nafni, kennitölu og heimilisfangi viðkomandi. Að loknum athugasemdafresti gengur stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs frá endanlegri tillögu að endurskoðaðri stjórnunar- og verndaráætlun, til staðfestingar umhverfis- og auðlindaráðherra.

27. febrúar 2018,
Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs

 

Tillaga að endurskoðaðri Stjórnunar- og verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarð [pdf 9,3 MB]

Umhverfisskýrsla [pdf 1,3 MB]