Umhverfisstefna

Sjálfbær þróun og vernd náttúrunnar er höfð að leiðarljósi í allri starfsemi, samvinnu og ákvarðanatöku stofnunarinnar. Stefna Vatnajökulsþjóðgarðs er að vera til fyrirmyndar í umhverfismálum. Stofnunin mun leitast við að hafa jákvæð áhrif á umhverfi og samfélag með ákvörðunartöku sinni og þjónustu. Markmiðið er að halda neikvæðum umhverfisáhrifum af starfsemi stofnunarinnar í lágmarki. Til að ná sem bestum árangri eru umhverfisþættir þjóðgarðsins vaktaðir og markvisst unnið að umbótum.

Vatnajökulsþjóðgarður mun tryggja að lagalegum kröfum sem tengjast starfsemi hans sé fylgt og vinnur að stöðugum umbótum á umhverfisstarfi stofnunarinnar. Vatnajökulsþjóðgarður mun vinna samkvæmt gæða- og umhverfisstjórnunarkerfi sem uppfyllir kröfur ISO 9001 og ISO 14 001.

2. útgáfa 1. desember 2019

Umhverfisstefna Vatnajökulsþjóðgarðs