Stefnur og áætlanir

Vatnajökulsþjóðgarður hefur sett fram ýmsar stefnur fyrir starfsemi sína og eru fleiri í vinnslu.

Í stefnum Vatnajökulsþjóðgarðs koma fram helstu áherslur, markmið og aðgerðaráætlanir.

 

Stjórnunar- og verndaráætlun

Lög um Vatnajökulsþjóðgarð kveða á um að sett skuli verndaráætlun þar sem gerð sé grein fyrir helstu þáttum verndar og landnýtingar innan þjóðgarðsins. Vegna þess hve veigamikið hlutverk áætlunarinnar er í að stýra álagi og landnotkun innan þjóðgarðsins hlaut skjalið nafnið Stjórnunar- og verndaráætlun. Það byggir aðallega á tillögum frá svæðisráðum fjögurra rekstrarsvæða þjóðgarðsins og stefnumótun stjórnar.

Stjórnunar- og verndaráætlun vegur þungt í ákvarðanatöku. Samkvæmt lögum um þjóðgarðinn eru sveitarstjórnir bundnar af efni verndaráætlunar við gerðskipulagsáætlana fyrir landsvæði innan Vatnajökulsþjóðgarðs. Stjórnunar- og verndaráætlun gengur þannig framar skipulagsáætlunum sveitarfélaga og er forsenda leyfisveitinga.

 

 

Í vinnslu

Eldri vinna