Þjóðgarðsvörður á norðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs, Askja og Herðubreiðarlindir

Vatnajökulsþjóðgarður auglýsir starf þjóðgarðsvarðar á hálendi norðursvæðis laust til umsóknar. Leitað er að metnaðarfullum og framsýnum stjórnanda með mikla samskiptahæfni og áhuga á náttúruvernd og umhverfismálum.

Hér er auglýst staða þjóðgarðsvarðar á norðursvæði með fasta starfsstöð í Mývatnssveit og umsjónarsvæði sem nær t.d. til Öskju, Herðubreiðar, Holuhrauns og Gæsavatnaleiðar. Þjóðgarðsvörður mun eiga náið samstarf við þjóðgarðsvörð í Ásbyrgi og aðra þjóðgarðsverði. Næsti yfirmaður þjóðgarðsvarðar er framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs en þjóðgarðsvörður mun einnig vinna náið með svæðisráði norðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs.

Aðstaða við Vikraborgir við Öskju, Herðubreið í baksýn (mynd: Stefanía Eir Vignisdóttir) 

 

Helstu verkefni

  • Umsjón með daglegum rekstri og stjórnun svæðisins
  • Framkvæmd stjórnunar- og verndaráætlunar þjóðgarðsins
  • Leiða starf við landvörslu og fræðslu á svæðinu
  • Samskipti og samvinna við hagsmunaaðila s.s. fyrirtæki, stofnanir, sveitarfélög, skóla og íbúa á nærsvæðum þjóðgarðsins
  • Þátttaka í þróun og stefnumótun þjóðgarðsins
  • Almenn stjórnsýsla og útgáfa leyfa fyrir hálendi norðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs

 

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Reynsla af stjórnun, rekstri og/eða mannaforráðum
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
  • Þekking á umhverfismálum, náttúruvernd eða ferðaþjónustu
  • Góð hæfni í mannlegum samskiptum
  • Frumkvæði, skipulögð vinnubrögð og leiðtogahæfileikar
  • Þekking á öryggismálum og reynsla af ferðalögum til fjalla er kostur
  • Þekking á starfsemi þjóðgarða og friðlýstra svæða er kostur
  • Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu er kostur
  • Góð íslensku- og enskukunnátta

Frekari upplýsingar um starfið

Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármála- og efnahagsráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags.

Umsóknarfrestur er til og með 22. september 2020.

Sótt er um starfið á Starfatorgi og skal umsóknum fylgja ítarlegt yfirlit um menntun og starfsferil ásamt kynningarbréfi þar sem fram kemur ástæða umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Við hvetjum bæði karla og konur til að sækja um starfið. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

 

Um Mývatnssveit

Í Mývatnssveit búa um 500 manns. Þar er fjölskylduvænt, heilsueflandi samfélag með ríka áherslu á sjálfbærni og nýsköpun. Þar er öflugt leikskóla- og grunnskólastarf og boðið upp á ókeypis skólamáltíðir fyrir börn og ókeypis frístund.

 

Nánari upplýsingar um starfið veita

Magnús Guðmundsson, framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs, magnus.gudmundsson@vjp.is og

Ragnheiður Björgvinsdóttir, mannauðsstjóri, ragnheidur.bjorgvinsdottir@vjp.is

 

Sækja um