Landverðir í Skaftafelli og á Breiðamerkursandi

Landverðir í Skaftafelli og á Breiðamerkursandi

 

Laus eru til umsóknar störf landvarða í Skaftafelli og á Breiðamerkursandi. Um er að ræða krefjandi, fjölbreytt og skemmtileg störf sem heyra undir þjóðgarðsverði á suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs. Ráðningarnar eru tímabundnar til 30. apríl 2022 með möguleika á framlengingu. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

 

Helstu verkefni og ábyrgð

 

Störf landvarða eru krefjandi, fjölbreytt og skemmtileg og fela m.a. í sér:

 • Fræðslu til gesta.
 • Eftirlit, m.a. með göngustígum, bílastæðum, náttúru svæðis o.fl.
 • Upplýsingagjöf og afgreiðslu í gestastofu.
 • Umhirðu svæðis og ræstingar.
 • Önnur tilfallandi verkefni.

 

Hæfniskröfur

 

 • Menntun og reynsla sem nýtist í starfi.
 • Landvarðaréttindi sem og reynsla af landvörslu.
 • Áhugi og þekking á náttúruvernd og umhverfismálum.
 • Góð staðþekking á suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs.
 • Samskiptahæfni, skipulagsfærni og þjónustulund.
 • Sjálfstæði og frumkvæði í störfum.
 • Góð íslensku- og enskukunnátta; fleiri tungumál kostur.
 • Gild skyndihjálpar- og ökuréttindi, aukin ökuréttindi kostur.
 • Reynsla af björgunarstörfum er kostur.

 

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.

Um fullt starf í vaktavinnu er að ræða. Umsækjendur eru hvattir til að hengja ferilskrá við rafrænu umsóknina. Við hvetjum áhugasama til að sækja um störfin óháð kyni og uppruna. Gert er ráð fyrir að viðkomandi hefji störf í janúar 2022.

 

Starfshlutfall er -100%

Umsóknarfrestur er til og með 06.12.2021

Nánari upplýsingar veitir

Hrafnhildur Ævarsdóttir - hrafnhildur@vjp.is - 470 8302

Smelltu hér til að sækja um starfið