- Svæðin
- Skaftafell
- Jökulsárlón / Hornafjörður
- Jökulsárgljúfur
- Ódáðahraun / Krepputunga
- Snæfell / Lónsöræfi
- Laki / Eldgjá / Langisjór
- Nýidalur / Vonarskarð / Tungnaáröræfi
- Vatnajökull | Hörfandi jöklar
- Skipuleggja heimsókn
- Fræðsla
- Stjórnsýsla
Undanfarin ár hefur ýmislegt verið gert í umhverfismálum á svæðum þjóðgarðsins, bæði fyrir og eftir stofnun hans. Eftir stofnun og með úttektinni er sýnt að skipulegar og samræmdar verði unnið með þau mál. Eftirfarandi eru dæmi af umhverfisstarfi þjóðgarðsins:
Úrgangsflokkun – flokkun úrgangs hefur verið í mótun og með ýmsum hætti en sumarið 2010 voru sett upp ný flokkunarítlát úrgangs í Skaftafelli sem unnið var sérstaklega fyrir þjóðgarðinn. Í nýja kerfinu er gert ráð fyrir fimm flokkum. Gert er ráð fyrir að þessi flokkun muni vera á öðrum áfangastöðum innan þjóðgarðsins.
Vistvæn gestastofa – Snæfellsstofa var opnuð í júlí 2010 og er gestastofa austursvæðis þjóðgarðsins. Gestastofan er fyrsta vottaða vistvæna bygging landsins. Hún er byggð samkvæmt umhverfisstaðlinum BREEAM sem gerir kröfur um notkun á vistvænum byggingarefnum og byggingaraðferðum, minni orkunotkun, meiri endingu og minna viðhaldi, til að stuðla að vistvænum byggingum og umhverfi. Meðal annars eru notuð byggingarefni úr nánasta umhverfi, lerki, gras á þaki og hleðslur úr heimafengnu grjóti.
Starfsmannahjól – notast er við hjól á tjaldsvæðum í Jökulsárgljúfrum og Skaftafelli í stað bíla þegar það er mögulegt.
Vistvæn innkaup – eingöngu er keyptur inn umhverfismerktur salernispappír, pappír, hreinlætisvörur og prentþjónusta.
Þátttaka í VAKANUM – VAKINN er gæða og umhverfiskerfi ferðaþjónustunnar. Hann felur í sér viðameiri úttekt á starfsemi íslenskra fyrirtækja í ferðaþjónustu en áður hefur þekkst hér á landi. Þeir aðilar sem óska eftir þátttöku í VAKANUM þurfa að uppfylla ýmsar kröfur um gæði þjónustunnar og öryggi, jafnt fyrir starfsfólk og viðskiptavini. Vatnajökulsþjóðgarður fékk viðurkenningu í gæðakerfi VAKANS og gullmerki, hæstu mögulegu flokkun í umhverfiskerfi hans.