Við mótun stjórnunar- og verndaráætlunar Vatnajökulsþjóðgarðs hefur nú þegar verið tekið mið af niðurstöðu umhverfisúttektar. Mótun umhverfisstefnu fyrir innra starf þjóðgarðsins og starfsmarkmið henni tengd er þannig samofin stjórnunar- og verndaráætluninni.
Í framtíðarsýn stjórnunar- og verndaráætluninni stendur meðan annars að:
-
virðing og verndun náttúru, menningar og minja er í hávegum höfð; sjálfbærni er leiðarljósið og í góðri sátt nýtum við og njótum þessara verðmæta.
-
traustir innviðir þjóðgarðsins, faglegur metnaður, gott samstarf og skýr viðmið um starfsemi hafa lagt grunn að góðum árangri í starfseminni.
-
starf skuli byggjast á virkri umhverfisstefnu og að eigin starfsemi sé öðrum góð fyrirmynd.
Til að tryggja framgang framtíðarsýnar er lögð áhersla ýmsa þætti, eftirfarandi eru atriði er varða umhverfismál í innra starfi þjóðgarðsins:
-
Að dregið verði úr umferð einkabíla og hvatt til aukinna almenningssamgangna og umhverfisvænna ferðamáta.
-
Að tryggja að grunnvatn og yfirborðsvatn mengist ekki af völdum umferðar, mannvirkjagerðar eða starfsemi þjóðgarðsins .
-
Að tryggja að öll meðhöndlun og förgun úrgangs sé með viðurkenndum hætti.
-
Að byggja upp trausta innviði með markvissu verklagi.
-
Að tryggja að lagakröfur á sviði umhverfismála séu uppfylltar.
-
Að vinna markvisst að því að lágmarka umhverfisáhrif í rekstrinum.
-
Að setja skýrar reglur um leyfisveitingar vegna atvinnustarfsemi innan þjóðgarðsins.
-
Að mótuð verði öryggisáætlun sem tiltekur ábyrgð, viðbrögð og kynningu.
-
Að upplýsa gesti um umhverfisstarf þjóðgarðsins og hvetja til þátttöku í því.
-
Að skilgreina samstarfsaðila og vinna markvisst með þeim.
-
Að setja skýr viðmið um gæði og samstarf við þjónustuaðila og rekstraraðila.Að stuðla að sjálfbærri ferðaþjónustu innan þjóðgarðsins og í jaðarbyggðum hans.