Landvörslustöðvar eru aðsetur landvarða og jafnframt miðstöðvar fyrir upplýsingjagjöf og fræðslu í formi gönguferða eða annarra miðla eftir aðstæðum.
Landvörslustöðvar eru staðsettar þar sem tryggt er að þær þjóni hlutverki sínu og nái til gesta sem fara um svæðið. Þaðan sinna landverðir daglegu eftirliti innan þjóðgarðsins og á friðlýstum svæðum í umsjá hans. Landvörslustöðvar geta verið reknar í samstarfi við fleiri aðila og þar sem þess er kostur er reynt að nýta bæði húsakost og aðra þjónustu sem þegar er fyrir hendi.
Hlutverk landvarða og annarra starfsmanna getur verið með ólíkum áherslum á milli landvörslustöðva. Það sama á við um aðbúnað starfsmanna á hverjum stað.