Leyfisveitingar-umsóknareyðublöð

VERKLAGSREGLUR OG UMSÓKNIR UM RANNSÓKNIR OG KVIKMYNDATÖKUR Í ÞJÓÐGARÐINUM

Kvikmyndagerð, auglýsingagerð og önnur skyld starfsemi:

Öll kvikmyndagerð, auglýsingagerð og önnur slík starfsemi innan Vatnajökulsþjóðgarðs er háð leyfi viðkomandi þjóðgarðsvarðar, sbr. 1. mgr. 18. gr. reglugerðar nr. 608/2008 um Vatnajökulsþjóðgarð.

Þeir sem hafa hug á að stunda kvikmyndagerð, auglýsingagerð eða aðra slíka starfsemi innan þjóðgarðsins skulu fylla út umsókn um leyfi og senda hana til þjóðgarðsvarðar þess rekstrarsvæðis þar sem fyrirhugað er að starfsemin fari fram. Sé fyrirhugað að starfsemin fari fram á fleiri en einu rekstrarsvæði ber að sækja um leyfi til þjóðgarðsvarða viðkomandi svæða.

Sækja skal um leyfi með minnst 30 daga fyrirvara starfi 10 einstaklingar eða fleiri við verkefni, en með 7 daga fyrirvara starfi færri einstaklingar við verkefnið.

Verklagsreglur og umsókn um leyfi til kvikmyndagerðar og skyldrar starfsemi:

 [Word-skjal]
Rannsóknir á náttúrufari og menningarminjum:

Allar rannsóknir á náttúrufari og menningarminjum í Vatnajökulsþjóðgarði sem ekki eru á vegum þjóðgarðsyfirvalda eða hluti af framkvæmd samþykktrar verndaráætlunar eru háðar leyfi viðkomandi þjóðgarðsvarðar, sbr. 18. gr. reglugerðar nr. 608/2008 um Vatnajökulsþjóðgarð.

Þeir sem hafa hug á að stunda rannsóknir skulu fylla út umsókn um leyfi og senda hana til þjóðgarðsvarðar þess rekstrarsvæðis þar sem fyrirhugað er að starfsemin fari fram. Sé fyrirhugað að starfsemin fari fram á fleiri en einu rekstrarsvæði ber að sækja um leyfi til þjóðgarðsvarða viðkomandi svæða.

Sækja skal um leyfi með minnst 30 daga fyrirvara.

Verklagsreglur og umsókn um leyfi til rannsókna innan þjóðgarðs:

[Word-skjal]