Verðskrá þjónustu

Verðskrá Vatnajökulsþjóðgarðs fyrir árið 2018

Verðskráin gildir á tjaldsvæðum þjóðgarðsins í Skaftafelli, Ásbyrgi og Vesturdal, og á tjaldsvæðum við skálana við Snæfell og í Blágiljum. Verðskráin er birt með fyrirvara um samþykki umhverfis- og auðlindaráðuneytis.


Gjald fyrir einn í gistingu í eina nótt á tjaldstæði í tjaldi, fellihýsi, tjaldvagni, hjólhýsi eða húsbíl (fyrsta nótt):
Almennt gjald: kr. 1.900
13 til 17 ára börn, í fylgd með fullorðnum: kr. 800
Aðgangur 12 ára og yngri barna, í fylgd með fullorðnum, að tjaldstæði er gjaldfrjáls.
Gistináttagjald og þjónustugjald þegar það á við (Skaftafell) er innifalið í verði.

 

Gjald fyrir einn í gistingu í eina nótt á tjaldstæði í tjaldi, fellihýsi, tjaldvagni, hjólhýsi eða húsbíl (hver auka nótt):
Almennt gjald: kr. 1.600
13 til 17 ára börn, í fylgd með fullorðnum: kr. 500
Aðgangur 12 ára og yngri barna, í fylgd með fullorðnum, að tjaldstæði er gjaldfrjáls.
Gildir eingöngu ef greitt er samtímis fyrir fyrstu nótt. Gistináttagjald er innifalið í verði.

 

 

Verðskrá fyrir gistingu í skálum sem reknir eru af Vatnajökulsþjóðgarði (gistináttagjald innifalið):

Gjald fyrir gistingu í skála A eina nótt (Snæfell):
Almennt gjald: kr. 5.000
13-17 ára börn (í fylgd með fullorðnum): kr. 2.500
Aðgangur 12 ára og yngri barna, í fylgd með fullorðnum, að skála A er gjaldfrjáls.

Gjald fyrir gistingu í skála B eina nótt (Blágil):
Almennt gjald: kr. 4.000
13-17 ára börn (í fylgd með fullorðnum): kr. 2.000
Aðgangur 12 ára og yngri barna, í fylgd með fullorðnum, að skála B er gjaldfrjáls.

Gjald fyrir aðra þjónustu:

  • Sturtugjald, eitt skipti: kr. 500
  • Rafmagn fyrir húsbíl, hjólhýsi og fellihýsi, einn sólarhringur: kr. 1000
  • Afnot af þvottavél, eitt skipti: kr. 500
  • Afnot af þurrkara, eitt skipti: kr. 500
  • Gjald vegna almenns aðgangs að aðstöðu í skála, einn dagur: kr. 500
  • Sértæk þjónusta eða aðstoð: kr. 16.000
  • Útgáfa atvinnuleyfa: kr. 25.000

 

Hópaafsláttur:

10 manna hópur eða fleiri: 10% afsláttur af gistingu, utan gistináttagjalds, ef staðgreitt. Skilyrði er að hópstjóri greiði fyrir allan hópinn.

 

Þjónustugjald í Skaftafelli (sólarhringsgjald frá kl. 00.00 - 24.00):

Gildir frá 1. ágúst 2017.

Flokkur A - Fólksbifreið, 5 manna eða færri: kr. 600

Flokkur B - Fólksbifreið 6-9 manna: kr. 900

Flokkur C - Rúta, 10-18 manna: kr. 1.800

Rútur D, E og F: kr. 3.600

Bifhjól: kr. 300