Verkamenn

Þekking og hæfni (menntun, reynsla, sérhæfing)

 • Þjónustulund
 • Sveigjanleiki
 • Sjálfstæð vinnubrögð og frumkvæði til verka.
 • Vinnuvélapróf er sums staðar krafa
 • Vilji til að ganga í öll störf sem tengjast svæðinu.
 • Menntun og/eða starfsreynsla sem nýtist í starfi er æskileg.
 • Enskukunnátta er kostur.
 • Skyndihjálparkunnátta er kostur.

 

Hlutverk

Helstu viðfangsefni

 • Sinnir þeim verkefnum sem þarf til að viðhalda góðu ásigkomulagi á helstu þjónustusvæðum þjóðgarðins. Verkefnin eru fjölbreytt og geta m.a. falið í sér (ekki tæmandi listi):
 1. Þrif á salernum og öðru húsnæði þjóðgarðsins
 2. Sláttur og önnur garðyrkjustörf
 3. Sorphirða og ruslatínsla
 4. Málning og viðhald á húsnæði, handriðum, útsýnispöllum, vegvísum o.fl
 5. Viðhald á göngustígum og aðstoð við sjálfboðaliða
 6. Innheimta tjaldsvæðisgjalda
 • Gerir tillögur til næsta yfirmanns að umbótum á þeim svæðum sem hann sinnir.
 • Hefur umsjón með bifreið og öðrum eignum. Skráir notkun bifreiðar í akstursdagbók.

Valdsvið og ábyrgð (verkefnalegt eða stjórnunarlegt)

 • Starfsmanni ber að hafa í huga að hún/hann er andlit þjóðgarðsins útá við.
 • Verður að þekkja neyðaráætlun svæðisins og vera viðbúin ef slys ber að höndum. Aðstoðar á vettvangi.
 • Vinnur eftir staðarreglum.

Sérstök verkefni

 • Verkamenn vinna í samræmi við fyrirfram gert vinnuskipulag þjóðgarðsvarðar. Ef þörf krefur er þjóðgarðsverði heimilt að kalla verkamann út til sérstakra starfa.