Hæfni og hlutverk

Gerðar eru ólíkar kröfur til sumarstarfsmanna í Vatnajökulsþjóðgarði, allt eftir því hvaða stöðu þeir gegna. Ítarlegustu kröfurnar eru til landvarða um þekkingu og hæfni, og þykir æskilegt að þeir hafi lokið landvarðanámskeiði sem veitir þeim viðurkennd réttindi.

Aðrar stöður krefjast líka ýmiss af þeim sem þeim gegna, hvort sem er um að ræða starfsfólk í upplýsingagjöf og afgreiðslu, ræstingum eða almennum verkamannastörfum.