Veitingasala

Þekking og hæfni (menntun, reynsla, sérhæfing)

 • Hæfni og lipurð í mannlegum samskiptum. 
 • Þjónustulund.
 • Menntun og/eða starfsreynsla sem nýtist í starfi er æskileg. 
 • Íslensku- og enskukunnátta er skilyrði, önnur tungumálakunnátta er kostur.
 • Skyndihjálparkunnátta er kostur.

 

Hlutverk

Þjónusta og aðstoð

 • Afgreiðir viðskiptavini í veitingasölu.
 • Aðstoðar við matreiðslu í eldhúsi.
 • Veitir aðstoð ef slys ber að höndum.

Rekstur

 • Gerir upp sjóðsvél.
 • Fyllir á vörubirgðir.
 • Einn starfsmaður í veitingasölu ber ábyrgð á að pöntunum. 
 • Gerir tillögur til næsta yfirmanns að umbótum í veitingasölu. 
 • Sér um að halda veitingasölu snyrtilegri, sem og matsal og eldhúsi.
 •  Lítur til með matsal og kallar eftir aðstoð í þrif sé þess þörf.

Valdsvið og ábyrgð (verkefnalegt eða stjórnunarlegt)

 • Starfsmanni ber að hafa í huga að hún/hann er andlit þjóðgarðsins útá við.
 • Verður að geta unnið samkvæmt neyðaráætlun svæðisins og vera viðbúin ef slys ber að höndum. Aðstoðar á vettvangi.
 • Leggur sitt af mörkum við að tryggja gott samstarf við aðra starfsmenn Vatnajökulsþjóðgarðs, heimamenn, ferðaþjónustuaðila og aðra með rekstur á svæðinu.
 • Vinnur eftir staðarreglum.

Sérstök verkefni

 • Starfsfólk í veitingasölu vinnur í samræmi við fyrirfram gert vinnuskipulag þjóðgarðsvarðar. Ef þörf krefur er þjóðgarðsverði heimilt að kalla starfsfólk út til sérstakra starfa.