Ræstingar

Þekking og hæfni (menntun, reynsla, sérhæfing)

 • Þjónustulund
 • Sveigjanleiki
 • Sjálfstæð vinnubrögð og frumkvæði til verka.

 

Hlutverk

Helstu viðfangsefni

 • Sér um daglega ræstingu á húsnæði þjóðgarðsins í samráði við þjóðgarðsvörð. Algengustu svæði sem þarf að ræsta eru: 
 1. Salerni: Speglar, vaskar og umhverfi, sturtur, salerni, gólf, veggir og rúður, ruslalosun, áfylling á salernispappír, sápur og handþurrkur, o.fl. 
 2. Gestastofur: Salerni, gólf (blautmoppun, ryksuga eða gólfþvottavélar), afþurrkun í afgreiðslu og af sýningarmunum, þrif á rúðum og gluggakistum, ofl.
 3. Skrifstofur: Afþurrkun, losun ruslatunna, þrif á gólfum, þrif á rúðum eftir þörfum.
 • Sér um þvott á tuskum og öðru sem tilfellur við ræstingu.
 • Tilkynnir yfirmanni um þær ræstivörur sem þarf að panta.
 • Ræstitæknir ber að kynna sér vel þau svæði sem viðkomandi sér um. Hver starfstöð skal útbúa nákvæma verklýsingu fyrir sitt svæði.
 • Ræstitæknir tilkynnir næsta yfirmanni um það sem þarfnast lagfæringar eða annarra umbóta. 
 • Vinnur önnur störf sem honum eru falin og samrýmast gildandi kjarasamningum.

Valdsvið og ábyrgð (verkefnalegt eða stjórnunarlegt)

 • Starfsmanni ber að hafa í huga að það er þjóðgarðinum kappsmál að halda umhverfi sínu og húsnæði hreinu og snyrtilegu.
 • Verður að þekkja neyðaráætlun svæðisins og vera viðbúin ef slys ber að höndum. Aðstoðar á vettvangi. 
 • Sýnir gestum þjóðgarðsins virðingu og umburðarlyndi. 
 • Vinnur eftir staðarreglum. 
 • Leitast við að ræstingin sé unnin á sem umhverfisvænstan máta með því að minnka sápunotkun þar sem því er viðkomið.
 • Gengur vel um ræstikompur og ræstiáhöld.

Sérstök verkefni

 • Ræstitæknar vinna í samræmi við fyrirfram gert vinnuskipulag þjóðgarðsvarðar. Ef þörf krefur er þjóðgarðsverði heimilt að kalla ræstitækni út til sérstakra starfa.