Landverðir

Þekking og hæfni (menntun, reynsla, sérhæfing)

 

 • Hæfni og lipurð í mannlegum samskiptum.
 • Þjónustulund.
 • Vilji til að ganga í öll störf sem tengjast svæðinu.
 • Menntun og/eða starfsreynsla sem nýtist í starfi er æskileg.
 • Þekking á umhverfismálum og náttúruvernd.
 • Góð íslensku- og enskukunnátta er skilyrði, önnur tungumálakunnátta er kostur.
 • Skyndihjálparkunnátta er skilyrði.

 

Hlutverk

Þjónusta og aðstoð

 • Tekur á móti gestum og veitir upplýsingar og fræðslu um þjóðgarðinn, t.d. um gönguleiðir, náttúrufræði, landshætti og sögu svæðisins.
 • Kemur að gerð fræðsludagskrár fyrir svæðið, sér um gönguferðir og fræðslustundir til kynningar á náttúru svæðisins og sögu þess.
 • Veitir aðstoð og fyrstu hjálp ef slys ber að höndum.

Eftirlit

 • Fylgist með að ekki séu brotin ákvæði laga 2007 nr. 60 og reglugerðar 608/2008 um Vatnajökulsþjóðgarð, laga um náttúruvernd nr. 44/1999, reglugerðar 528/2005 um takmarkanir á umferð í náttúru Íslands og annarra reglugerða og laga sem eiga við hverju sinni. 
 • Hefur eftirlit með svæðinu og nágrenni þess, m.a. með reglubundnum eftirlitsferðum,  ásamt því að fylgjast með aðsókn ferðafólks, umferð um svæðið og akstri utan vega.

Rekstur

 • Viðheldur merkingum og gönguleiðum.
 • Gerir tillögur til næsta yfirmanns að nýjum gönguleiðum og merkingum.
 • Sér um hreinsun göngustíga, tjaldsvæða og snyrtinga samkvæmt vinnuskipulagi og fyrirmælum þjóðgarðsvarðar.
 • Hefur umsjón með bifreið og öðrum eignum. Skráir notkun bifreiðar í akstursdagbók.

Valdsvið og ábyrgð (verkefnalegt eða stjórnunarlegt)

 • Ber ábyrgð á að verndun sé framfylgt og ekki séu brotin ákvæði laga og reglugerða sem tengjast viðkomandi svæði.
 • Landverði ber að hafa í huga að hún/hann er andlit þjóðgarðsins útá við.
 • Ber ábyrgð á að veita réttar upplýsingar og fræða ferðamenn um þjóðgarðinn.
 • Verður að geta unnið samkvæmt neyðaráætlun svæðisins og vera viðbúin ef slys ber að höndum. Veitir fyrstu hjálp, kallar á lækni, lögreglu og björgunarsveitir ef ástæða er til. Aðstoðar á vettvangi
 • Leggur sitt af mörkum við að tryggja gott samstarf við aðra starfsmenn Vatnajökulsþjóðgarðs, heimamenn, ferðaþjónustuaðila og aðra með rekstur á svæðinu.
 • Vinnur eftir staðar- og skálareglum.

Sérstök verkefni

 • Landverðir vinna í samræmi við fyrirfram gert vinnuskipulag þjóðgarðsvarðar. Ef þörf krefur er þjóðgarðsverði heimilt að kalla landvörð út til sérstakra starfa.
 • Könnun á ástandi lands í samráði við þjóðgarðsvörð.