Á veturna breytist takturinn í starfi þjóðgarðsins með náttúrunni. Landverðir eru allir komnir af fjöllum og viðvera dettur niður yfir vetrartímann á hálendinu með lokun vega. Gestastofur og önnur þjónusta á láglendi er opin fram á haustið eða allt árið. Hálendið er þó ávallt opið þeim sem þangað vilja sækja á tveimur jafnfljótum eða fjórum dekkjum á frosinni og snæviþakinni jörð.
Gestastofur

Afgreiðslutími: október-desember: 9:00 - 13:00 alla daga
Í gestastofunni er sérstök áhersla er lögð á fuglalíf enda er Hornafjörður einn helsti viðkomustaður farfugla á Íslandi. Einnig er ítarlega fjallað um loftslagsbreytingar og hvaða áhrif þær muni hafa á líf okkar í framtíðinni. Í Gömlubúð er lítil ferðamannaverslun með áherslu á bækur, minjagripi og vörur úr héraði. Í húsinu er gott aðgengi fyrir hreyfihamlaða.

Afgreiðslutími: október: 10-16 alla daga, nóvember til 16. desember: 11-15 virka daga
Í gestastofunni er falleg sýning um náttúru Jökulsárgljúfra sem hentar vel öllum aldurshópum.
Afgreiðslutími: október og nóvember: 10-17, desember: 10-16
Í gestastofunni er upplýsinga- og fræðslumiðstöð þar sem gestir fá svör við spurningum um náttúrufar Skaftafells, gönguleiðir, gistingu og afþreyingu í næsta nágrenni. Þar er einnig verslun með bækur, póstkort og handverk. Lögð er áhersla á íslenskar vörur og muni sem tengjast byggðarlaginu.

Afgreiðslutími: október-desember: 9:00 - 15:00
Gestastofan er í félagsheimilinu á Kirkjubæjarklaustri. Þar er jafnframt upplýsingamiðstöð fyrir Skaftárhrepp og býðst gestum að skoða sýninguna „Mosar um mosa frá mosum til mosa" og horfa á heimildarmyndina „í jöklanna skjóli“.
Afgreiðslutími: Á vetrartíma er opið eftir samkomulagi, þ.e. gestir geta haft samband með fyrirvara og verður þá reynt að bregðast við því.
Gestastofan er upplýsingamiðstöð fyrir austursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs. Snæfellsstofa opnaði sumarið 2010 og er hún fyrsta vistvænt vottaða bygging landsins samkvæmt breska umhverfisstaðlinum BREEAM. Í Snæfellsstofu er sýningin Veraldarhjólið sem fjallar um hringrás og mótun náttúrunnar.
Gönguleiðir fyrir veturinn
Góð ferðaráð
- Þekkja veðurspá
- Góður búnaður og nesti, sími og gps fullhlaðin
- Skilja eftir ferðaplön fyrir lengri ferðir og vetrarferðir t.d. hjá Safetravel
Ferðaþjónusta
Yfir vetrartímann er fjölbreytt þjónusta í boði í og kringum þjóðgarðinn. Gisting, veitingar og afþreyingarferðir t.d. á eða við jökulinn. Við hvetjum landsmenn til að skoða úrvalið og nýta sér vandaða ferðaþjónustu hér á landi allt árið.