Verðskrá þjónustu

 

Tjaldsvæði

Gjaldið miðast við gistingu í stæði yfir eina nótt, annars vegar við stæði með aðgengi að raf­magni, sbr. 3. gr. reglugerðar og hins vegar stæði án aðgengis að rafmagni, sbr. 4. gr. Afnot af þjónustuhúsi eru innifalin í gjaldi fyrir stæði á þjónustusvæði. Eldri borgurum (67 ára og eldri) og öryrkjum er veittur 20% afsláttur af gistigjöldum skv. 3.-6. gr. reglugerðar.

Stæði með aðgengi að rafmagni.

Í hverju stæði með aðgengi að rafmagni mega allt að sex manns gista. Rafmagnstenging er ein­ungis ætluð fyrir rafmagnstæki innan stæðisins.

Gjald fyrir stæði með aðgengi að rafmagni í eina nótt 8.000 kr.

 

Stæði án aðgengis að rafmagni.

Í hverju stæði án aðgengis að rafmagni mega allt að sex manns gista.

Gjald fyrir húsbíll/hjólhýsi/fellihýsi/tjaldvagn án aðgengis að rafmagni 5.000 kr.
Gjald fyrir stórt tjald (3ja manna eða stærra) 4.000 kr.
Gjald fyrir lítið tjald (2ja manna eða minna) 3.000 kr.

 

Lengri afnot af stæðum.

Gjald fyrir lengri afnot af stæðum á þjónustusvæðum.

Sumargjald: Stæði m. rafmagni Stæði án rafmagns
Einn mánuður 50.000 kr. 40.000 kr.
Tveir mánuðir 100.000 kr. 80.000 kr.
Þrír mánuðir 150.000 kr. 120.000 kr.

Svæðisgjald innan þjóðgarðs

Skaftafell og Jökulsárlón*

1. Flokkur A - Fólksbifreið, 5 manna eða færri: kr. 1.000

2. Flokkur B - Fólksbifreið 6-9 manna: kr. 1.300

3. Flokkur C - Rúta, 10-18 manna: kr. 2.500

4. Flokkur D - Rúta, 19-32 manna: kr. 4.700

5. Flokkur E - Rúta, 33-64 manna: kr. 8.500

6. Flokkur F - Rúta, 65 manna og fleiri: kr. 8.500

7. Bifhjól: kr. 400

*Svæðisgjald samkvæmt 7. gr. reglugerðar er nú einungis lagt á við inngang að þjónustusvæði í Skaftafelli og mun gjaldtaka hefjast við inngang að þjónustusvæði á Breiðamerkursandi frá og með 1. júní 2023.

Sólarhringsgjald frá kl. 00:00-24:00. 

Sérstök athygli er vakin á því ákvæði reglugerðarinnar að veittur er 50% afsláttur af svæðisgjaldi ef annað gjaldskylt þjónustusvæði Vatnajökulsþjóðgarðs hefur áður verið heimsótt innan sama sólarhringsins og fullt gjald greitt þar. 

Nánar um svæðisgjald

Gjaldskrá Vatnajökulsþjóðgarðs er gefin út árlega af umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, byggð á lögum um Vatnajökulsþjóðgarð. Frá því um haustið 2017 hafa m.a. verið innheimt svokölluð svæðisgjöld í Skaftafelli af bifreiðum sem þangað koma nema þeirra sem gista á tjaldsvæðinu en þá eru svæðisgjöldin innifalin. Þjónusta sem gestir fá aðgang að með greiðslu svæðisgjalds felst í bílastæðum, gestastofu, salernum, fræðslu og leiðbeiningum frá landvörðum, aðgangi að gönguleiðum og þátttöku í fræðslugöngum með leiðsögn landvarða þegar þær eru á dagskrá. Kostnaðarliðir að baki svæðisgjaldinu fela því í sér eftirfarandi þætti: Landvörslu, þrif salerna og umhverfis, sorplosun og umhirðu sorps, losun rotþróa og tengdur kostnaður, viðhald salernis­aðstöðu, leigu á salernisaðstöðu, úrbætur á aðstöðu og aðgengi í nærumhverfi, viðhald stíga, merkinga o.fl., merkingar og viðhald bílastæða, breytingar á vegstæðum og aðkomuleiðum og innheimtu- og þjónustukostnað.

Svæðisgjaldið er lagt á þegar ökutæki kemur að hliði á bílastæði og er upphæð háð stærð bifreiðar. Er það gert á þeim grundvelli að samhengi sé á milli mögulegs farþegafjölda og stærðar hlutaðeigandi ökutækis, sem endurspegli hlutdeild í þeirri þjónustu sem gjaldtakan í heild byggist á. Svæðisgjald gildir að hámarki í sólarhring (frá 00:00 - 24:00).

Rökin fyrir gjaldtökunni eru að þeir sem nýta þjónustuna taki þátt í að greiða fyrir hana í stað þess að kostnaðinn við rekstur svæðisins sé alfarið lagður á íslenska skattgreiðendur. Með því móti er einnig verið að jafna hlut erlendra ferðamanna sem þekkja til slíkrar gjaldtöku erlendis og eru fúsir til að taka þátt í kostnaði sem fylgir náttúruvernd og rekstri þjóðgarðs eins og í Skaftafelli og við Jökulsárlón þar sem njóta má einstakrar náttúru á heimsvísu.

 

 

Gisting í skála

Gjaldið miðast við gistingu í skála yfir eina nótt fyrir hvern ferðamann.

Gistigjald fyrir hverja nótt:

Í Snæfellsskála 5.500 kr.
Í Blágiljum 4.500 kr.

Ekki er innheimt gjald fyrir börn, 12 ára og yngri, í fylgd með fullorðnum. Veittur er 50% afsláttur af gistigjaldi fyrir börn 13 til 17 ára.

 

 

Gjald fyrir aðra þjónustu

7.      Útseld vinna sérfræðinga: kr. 16.000

8.      Útseld vinna landvarða: kr. 12.000

9.      Útgáfa leyfa, stærri verkefni, samningar á grundvelli reglugerðar um atvinnutengda starfsemi: kr. 50.000

10.      Útgáfa leyfa, önnur verkefni: kr. 25.000

 

Hér má nálgast reglugerð 207/2023 um gestagjöld innan Vatnajökulsþjóðgarðs fyrir veitta þjónustu og aðgang að svæðinu.