Skaftafell tjaldsvæði
Gistieining pr. nótt: kr. 250
Gistigjald fullorðinn 18-66 ára: hver nótt kr. 1.500
Gistigjald ellilífeyrisþegar/öryrkjar:hver nótt kr. 1.300
Gistigjald 13-17 ára:hver nótt kr. 900
Aðgangur 12 ára og yngri barna, í fylgd með fullorðnum, að tjaldstæði er gjaldfrjáls.
Svæðisgjald innan þjóðgarðs
Skaftafell
1. Flokkur A - Fólksbifreið, 5 manna eða færri: kr. 750
2. Flokkur B - Fólksbifreið 6-9 manna: kr. 1.000
3. Flokkur C - Rúta, 10-18 manna: kr. 1.800
4. Flokkur D - Rúta, 19-32 manna: kr. 3.500
5. Flokkur E - Rúta, 33-64 manna: kr. 6.400
6. Flokkur F - Rúta, 65 manna og fleiri: kr. 6.400
7. Bifhjól: kr. 300
Sólarhringsgjald frá kl. 00:00-24:00). Svæðisgjald er innifalið í tjaldstæðisgjaldi, sbr. [2. gr.]
Nánar um svæðisgjald
Gjaldskrá Vatnajökulsþjóðgarðs er gefin út árlega af umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, byggð á lögum um Vatnajökulsþjóðgarð. Frá því um haustið 2017 hafa m.a. verið innheimt svokölluð svæðisgjöld í Skaftafelli af bifreiðum sem þangað koma nema þeirra sem gista á tjaldsvæðinu en þá eru svæðisgjöldin innifalin. Gjöldin eru innheimt fyrir veitta þjónustu og aðgang að svæðinu. Dæmi um þessa þjónustu er aðgangur að bílastæðum, gestastofu, salernum, fræðslu og leiðbeiningum frá landvörðum, aðgangur að gönguleiðum, viðhald á innviðum og frír aðgangur að fræðslugöngum með leiðsögn landvarða þegar þær eru á dagskrá.
Þegar ekið er inn í Skaftafell les myndavélakerfi númerplötur bifreiða og fyrir hverja bifreið er skráð svæðisgjald. Gjaldið er svo hægt að greiða í gegnum tölvukerfið „myParking“ sem hannað er af fyrirtækinu Computer Vision ehf. Hægt er að greiða svæðisgjaldið ýmist í greiðsluvél, með snjallforriti eða á heimasíðu (https://parka.is/). Sé gjaldið ekki greitt fer það í heimabanka þess sem er skráður fyrirbifreiðnni og sé það ekki greitt þar endar gjaldið í innheimtu.
Rökin fyrir gjaldtökunni eru að þeir sem nýta þjónustuna í Skaftafelli taki þátt í að greiða fyrir hana í stað þess að kostnaðinn við rekstur svæðisins sé alfarið lagður á íslenska skattgreiðendur. Með því móti er einnig verið að jafna hlut erlendra ferðamanna sem þekkja til slíkrar gjaldtöku erlendis og eru fúsir til að taka þátt í kostnaði sem fylgir náttúruvernd og rekstri þjóðgarðs eins og í Skaftafelli þar sem njóta má einstakrar náttúru á heimsvísu.
Tjaldsvæði í Jökulsárgljúfrum og tjaldsvæði Vatnajökulsþjóðgarðs á hálendi
Gistieining pr. nótt: kr. 250
Gistigjald fullorðinn 18-66 ára:hver nótt kr. 1.250
Gistigjald ellilífeyrisþegar/öryrkjar:hver nótt kr. 1.000
Gistigjald 13-17 ára:hver nótt kr. 700
Aðgangur 12 ára og yngri barna, í fylgd með fullorðnum, að tjaldstæði er gjaldfrjáls.
Gisting í skála
Snæfell
Gistigjald fullorðinn 18-66 ára:hver nótt kr. 4.500
Gistigjald ellilífeyrisþegar/öryrkjar:hver nótt kr. 3.500
Gistigjald 13-17 ára:hver nótt kr. 2.300
Aðgangur 12 ára og yngri barna, í fylgd með fullorðnum, að skála er gjaldfrjáls.
Blágil
Gistigjald fullorðinn 18-66 ára:hver nótt kr. 3.500
Gistigjald ellilífeyrisþegar/öryrkjar: kr 2.750
Gistigjald 13-17 ára:hver kr. 1.500
Aðgangur 12 ára og yngri barna, í fylgd með fullorðnum, að skála er gjaldfrjáls.
Gjald fyrir sumarstæði: Svæðisgjald, sbr. 4. gr., er innifalið í gjaldinu:
1. |
|
1 mánuður |
kr. |
26.000 |
2. |
|
1 mánuður með rafmagni |
kr. |
34.000 |
3. |
|
2 mánuðir |
kr. |
52.000 |
4. |
|
2 mánuðir með rafmagni |
kr. |
68.000 |
5. |
|
3 mánuðir |
kr. |
78.000 |
6. |
|
3 mánuðir með rafmagni |
kr. |
102.000 |
* Gistieining er innheimt fyrir það rými sem fer undir tjald, húsbíl, tjaldvagn, fellihýsi eða hjólhýsi.
Önnur þjónusta á tjaldsvæðum og í skálum
1. Sturtugjald, eitt skipti: kr. 300*
2. Rafmagn á tjaldsvæði, pr. sólarhring 10 amp. tengill: kr. 1.000
3. Rafmagn á tjaldsvæði, pr. sólarhring 16 amp tengill: kr. 1.350
4. Afnot af þvottavél, eitt skipti: kr. 500
5. Afnot af þurrkara, eitt skipti: kr. 500
6. Afnot af aðstöðu í skála, einn dagur (án gistingar) eða aðstöðugjald: kr. 500
*Sturtugjald er innifalið í tjaldsvæðisgjaldi í Skaftafelli.
Gjald fyrir aðra þjónustu
7. Útseld vinna sérfræðinga: kr. 16.000
8. Útseld vinna landvarða: kr. 12.000
9. Útgáfa leyfa, stærri verkefni, samningar á grundvelli reglugerðar um atvinnutengda starfsemi: kr. 50.000
10. Útgáfa leyfa, önnur verkefni: kr. 25.000
Hér má nálgast reglugerð 811/2021 um gestagjöld innan Vatnajökulsþjóðgarðs fyrir veitta þjónustu og aðgang að svæðinu.