Aðgengi hreyfihamlaðra

Malbikaður stígur er frá Skaftafellstofu áleiðis að Skaftafellsjökli. Stígurinn náði áður að útsýnispalli nálægt jöklinum en vegna grjóthruns úr hlíðum Skaftafellsheiðar er ekki lengur fært alla leið að útsýnispallinum. Því hefur verið lögð hjáleið á nýjan útsýnisstað og er hún enn sem komið er ekki hjólastólafær. Sá hluti malbikaða stígsins sem enn er í notkun er sæmilega fær hjólastólum en stenst þó ekki viðmið Ferðamálastofu þar að lútandi.

Í Skaftafellsstofu og á tjaldsvæði í Skaftafelli eru salerni aðgengileg öllum og einnig sturtur fyrir alla. Við Skaftafellsstofu eru bílastæði fyrir hreyfihamlaða.