Mikilvægar upplýsingar vegna tjaldsvæðisins í Skaftafelli

Tjaldsvæðið í Skaftafelli, mynd úr safni.
Tjaldsvæðið í Skaftafelli, mynd úr safni.

Vegna tilmæla landlæknis um sóttvarnir er fjöldatakmörkun á tjaldsvæðinu í Skaftafelli, eins og reyndar öllum öðrum tjaldsvæðum landsins. Í Skaftafelli er hámarksfjöldi tjaldgesta nú 200 fullorðnir, börn fædd 2005 eða síðar eru undanþegin fjöldatakmörkunum.

Því hefur verið sett sú vinnuregla að allir þurfa byrja á því að koma í gestastofuna í Skaftafelli og greiða fyrir gistinguna áður en menn fara inn á tjaldsvæðið til að koma sér fyrir. Gestastofan er opin frá kl. 9 til kl. 19. Njótum þess að vera í fríi og ferðast, en njótum líka þess öryggis sem felst í því að við virðum reglurnar sem stjórnvöld setja til að bregðast við fjölgun kórónuveirusmita á Íslandi.

Í Skaftafelli gildir auðvitað líka reglan um 1 m lágmarksfjarlægð milli einstaklinga.

Að lokum viljum við vekja athygli á reglum um brunavarnir á tjaldsvæðum: Bil milli stakra tjalda (óskyldir aðilar) ætti að vera minnst 3 m. Leyfa má hópum að hafa fleiri tjöld saman. Fjarlægð á milli ferðavagna innbyrðis ætti að vera minnst 4 m en 1,8 m á milli ferðavagns og næstu bifreiðar eða sóltjalds. Sjá nánar á heimasíðu Mannvirkjastofnunar.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?