Gönguleiðir lokaðar í Skaftafelli

Mikið vatnsveður og hlýindi hafa verið í Skaftafelli og hefur þurft að loka nokkrum gönguleiðum vegna þessa.

Hluti af stíg er ófær við Lambahaga þar sem göngubrú fór í vatnsveðri og er því búið að loka stígnum í gegnum Lambhaga. Hægt er að sjá mynd af hjáleið neðar.

Einnig var ákveðið að loka eftirfarandi gönguleiðum í Skaftafelli vegna gróðurverndunar á meðan bleytan er sem mest:
 
  • Skaftafellsheiði og Kristíndartindar (S3 og S4)
  • Gönguleið meðfram Eystragili (S5)
  • Gönguleiðin um Austurbrekkur (S6)

 


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?