Dagskrá landvarða 2019

Vatnajökulsþjóðgarður í Skaftafelli býður upp á fræðslugöngu með landverði, þrisvar á dag, eins og hér segir:

Mánudaga, þriðjudaga, fimmtudaga, föstudaga, laugardaga og sunnudaga: 11:00, 13:30 og 16:00

Miðvikudaga: 13:30, 16:00 og 19:00

 

Gangan kl. 13:30 fjallar alltaf um verkefnið Hörfandi jöklar, en hinar eru breytilegar og eru sérstaklega auglýstar á töflu við inngang Skaftafellsstofu.

Mæting er fyrir framan Skaftafellsstofu. Gangan tekur u.þ.b. 1,5 til 2 tíma og getur farið fram á bæði íslensku og ensku. Enginn aðgangseyrir er í gönguna. Vinsamlegast klæðið ykkur eftir veðri. 

Síðustu göngurnar verða laugardaginn 10. ágúst.