Upplýsinga- og landvörslustöðvar

Hrauneyjar

Á sumrin hafa landverðir aðsetur í Hrauneyjum og veita upplýsingar um ástand vega, gönguleiðir og fleira á svæðinu. Auk þess er landvörður með aðsetur í Nýjadal.

Landverðir í Hrauneyjum vinna með landvörðum Umhverfisstofnunar á Fjallabaksleið nyrðri og sjá þeir um suðurhluta Sprengisands og Tungnaáröræfi.

Sími landvarða í Hrauneyjum er 8424376.

 

Nýidalur

Í Nýjadal er að jafnaði staðsettur landvörður yfir sumartímann og sinnir Nýjadal, Vonarskarði og tilfallandi verkefnum.

Landvörður í Nýjadal er í síma 842 4377.

GPS-hnit landvörslustöðvarinnar í Nýjadal eru N64° 44.110' - W018° 04.372'.