Tungnaáröræfi

Tungnaáröræfi er að mestu ósnortin og ógróin víðerni. Þar eru nær engir innviðir aðeins vegir sem aðeins eru færir fjórhjóladrifsbílum og sumir aðeins breyttum jeppum. 

Engar merktar gönguleiðir eru á svæðinu en fólki er frjálst að ganga um svæðið en hafa ber í huga að skemma ekki viðkvæmar jarðminjar.

Nokkur bílastæði eru á svæðinu þar sem kostur gefst á að skilja bílinn eftir og ganga um þetta einstaka svæði, má þar til dæmis nefna Mána og Dór.