Nýidalur

 

Nýidalur

Vegalengd: 3 km 
Göngutími:  1 - 2 klst.
Erfiðleikastuðull gönguleiðar:
 Krefjandi leið (rauð)

Ganga um flatlendi í nágrenni Nýjadals. Óbrúuð á og lækir.

 

Tómasarhagi – Háhyrna – Nýidalur

Vegalengd: 10 km 
Göngutími:  3-4 klst.
Erfiðleikastuðull gönguleiðar: Erfið leið (rauð)

Gengið upp með Þvermóði eða Fremri-Hagajökli á topp Háhyrnu. Hækkun 750 m. Mikið og fagurt útsýni yfirTungnafellsjökul og miðhálendið.

 

Innri - Hagajökull

Vegalengd: 2 km (Aðra leið)
Göngutími:  2 klst.
Erfiðleikastuðull gönguleiðar: Erfið leið (rauð)

Þægileg ganga, aðeins á fótinn, um jökulöldur að Innri-Hagajökli. Návígi við skriðjökul.

 

Nýidalur – Vonarskarð – Nýidalur

Vegalengd: 12,5 km (Aðra leið)
Göngutími:  10 klst.
Erfiðleikastuðull gönguleiðar: Erfið leið (rauð)

Leiðin fylgir Mjóhálsi inn í Vonarskarð og að háhitasvæðinu í Hverahlíð þar sem er að finna fjölbreytilegar hveramyndanir. Af Mjóhálsi (hækkun 250 m) er stórbrotið útsýni yfir Nýjadal og á Tungnafellsjökul.