Upplýsinga- og landvörslustöðvar

Hrauneyjar 

Í Hálendismiðstöðinni í Hrauneyjum reka Vatnajökulsþjóðgarður og Umhverfisstofnun upplýsingamiðstöð ætlaða þeim sem leggja leið sína inn á hálendið. Er hún jafnan opin frá 15 júní til 30 ágúst og standa landverðir vaktina alla daga vikunnar frá 9 til 17.

Hægt er að hafa samband á netfanginu hrauneyjar hjá vjp.is.

Smellið hér fyrir kort og upplýsingar á ja.is.

 

Lakagígar og Tjarnargígur

Landverðir eru við Lakagíga á sumrin og leiðbeina og fræða ferðamenn um svæðið.  Þeir hafa viðveru við þjónustuhúsið við Laka alla daga vikunnar frá því að svæðið opnar og fram í miðjan september. Einnig er landvörður við Tjarnagíg eftir hádegi frá júnílok og fram í miðjan ágúst. Landverðir við Laka hafa aðsetur í Blágiljum og sjá þar um skálagistingu og tjaldsvæði.

Vatnssalerni eru  við Laka og Tjarnargíg en á  Lakasvæðinu er hvorki veitingasala né önnur matvöruverslun. Næsta eldsneytissala er á Kirkjubæjarklaustri.

Símanúmer landvarða í Laka er 842 4358.

Eldgjá og Langisjór

Landverðir við Eldgjá og Langasjó hafa aðsetur í Hólakjóli skammt austan við Eldgjá. Viðvera er við þjónustuhúsið í Eldgjá alla daga vikunnar og sinna landverðirnir öllu svæði þjóðgarðsins austan Skaftár og vestan Tungnaár, meðal annars sinna þeir aðstöðu við Langasjó en viðverutíminn þar er breytilegur.

Vatnssalerni eru við þjónustuhúsið í Eldgjá og við suðurenda Langasjávar við Langasjó einnig er boðið upp á tjaldsvæði með lágmarksþjónustu.

Símanúmer landvarða við Eldgjá og Langasjó er 842 4379.