Aðgengi hreyfihamlaðra

Því miður eru engar gönguleiðir færar hreyfihömluðum á vestursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs.

Gönguleið að Tjarnargíg er nokkuð slétt yfirferðar en laus í sér á hluta og fær hreyfihömluðum með aðstoð. 

Við Laka, Tjarnargíg og Eldgjá eru salerni með aðgengi fyrir alla en vegna þess hve vikurinn við aðkomu að húsunum er laus í sér eru salerni aðeins aðgengileg fyrir hjólstóla með aðstoð bæði við Tjarnargíg og Eldgjá.