Dagskrá landvarða

Upplýsingar um fræðsludagskrá á Vestursvæði 2021

14. júlí - 15. ágúst

 

 

Lakagígar

Fegurð og hörmungar, áhrif Skaftárelda

Daglega kl. 13:00 frá þjónustuhúsi við Laka

Gengið upp á Laka og horft yfir sögusvið Skaftárelda. Gos sem var upphafið á hörmungum, loftslagsbreytingum og varð að lokum náttúruundur. Gangan tekur um klukkustund

 

Eldgjá

Hvernig stækkar Ísland?

Daglega kl. 13:00 alla daga vikunnar frá bílastæðinu í Eldgjá

Stutt ganga áleiðis inn í Eldgjá, landverðir fara í myndun gjárinnar og benda á áhugaverða staði og staðreyndir. Gangan tekur um 45 mín.

 

Fjaðrárgljúfur

Móberg, mosi, maður

Laugardaga og miðvikudaga kl. 13:00. Lagt af stað frá efra bílastæði við Fjaðrárgljúfur. Gangan tekur um 45 mín.

 

Dverghamrar

Stuðlaberg og strönd

Þriðjudaga og föstudaga kl. 13:00. Lagt af stað frá bílastæði við hamrana. Gangan tekur um 30 mín.

 

Skaftárstofa

Húsin í bænum

Fimmtudaga og sunnudaga kl. 13:00. Lagt af stað frá Skaftárstofu. Gangan tekur um 40 mín.

 

Hluti af dagskrá landvarða er unnin í samstarfi við Umhverfisstofnun.