Tjaldsvæði og verðskrá

Tjaldsvæðið í Ásbyrgi séð af Eyjunni.

Tjaldsvæðið í Ásbyrgi er opið frá 1. maí til 30. september. Gestir eru beðnir um að gera vart við sig í Gljúfrastofu áður en tjaldað er, eða strax að morgni ef komið er eftir lokun. 

Tjaldsvæðið í Vesturdal er opið frá 7. júní til 15. september. Gestir eru beðnir um að gera vart við sig í upplýsingahúsi í Vesturdal áður en tjaldað er, eða strax að morgni ef komið er eftir lokun.

Í Ásbyrgi eru stæði fyrir um 350 tjöld. Ekki er hægt að taka frá tjaldstæði. Stórum hópum er bent á að hafa samband við starfsfólk áður en komið er á svæðið.

Tjaldsvæðið í Vesturdal er minna og þar eru fáar flatir sem hægt er að keyra inn á.

Sími: 470 7100 | Netfang: asbyrgi@vjp.is

 

Í Ásbyrgi eru engar ákveðnar flatir fráteknar fyrir húsbíla, hjólhýsi og fellihýsi. Hins vegar eru tenglar fyrir rafmagn á nokkrum flötum og þar er því oftar meira af húsbílum, hjólhýsum og fellihýsum en af tjöldum. Í Ásbyrgi eru 48 tenglar með 1500 W. Notendur eru beðnir að þekkja orkuþörf rafmagnstækja sinna til að meta hvort að tenglarnir anni orkuþörf.

Í Ásbyrgi er salernisaðstaða í snyrtihúsi nyrst á tjaldsvæðinu og í minna þjónustuhúsi sunnar. Í Vesturdal er snyrtiaðstaða í tveimur þjónustuhúsum.

Í Ásbyrgi er sturtuaðstaða í stóra snyrtihúsinu. Fjórar sturtur fyrir hvort kyn. Í Vesturdal er engin sturtuaðstaða og ekki heitt vatn.

Það er engin sérstök eldunaraðstaða fyrir gesti tjaldsvæðis. Þó eru vaskar undir skyggni við bæði snyrtihúsin á tjaldsvæðinu í Ásbyrgi sem og í Vestudal. Á báðum stöðum eru einnig kolagrill sem gestir mega nota.

Þvottavél og þurrkskápar eru í snyrtihúsi á tjaldsvæði í Ásbyrgi.

Í Gljúfrastofu er hægt að komast í netsamband. 

Hér getur að líta loftmynd með skýringum af tjaldsvæðinu í Ásbyrgi.

 

Gjaldskrá fyrir tjaldsvæðin í Ásbyrgi og Vesturdal 2019

Stæðisgjald* fyrir hverja gistieiningu (gistieining getur verið tjald, hjólhýsi, húsbíl o.s.frv.) per nótt: 500 kr.

Gistigjöld, per nótt:

  • Fullorðnir (18-66 ára) hver nótt: 1.500 kr.
  • Eldri borgarar (67 ár og eldri) og öryrkjar: 1.250 kr.
  • Börn (13 til 17 ára) í fylgd með fullorðnum: 800 kr.
  • Börn (12 ára og yngri) í fylgd með fullorðnum: gjaldfrjáls

Þegar greitt er samtímis fyrir fleiri nætur en eina er veittur 300 króna afsláttur per einstakling fyrir hverja nótt umfram fyrstu nótt.

Dæmi: Par sem borgar fyrir eina nótt greiðir 1.500 krónur fyrir hvorn einstakling auk 500 króna stæðisgjalds, samtals 3.500 krónur. En ef greitt er samtímis fyrir aukanótt lækkar gjaldið um 300 krónur fyrir hvorn einstakling og því kostar viðbótarnóttin 2.900 krónur. Samtals eru því greiddar 6.400 krónur fyrir tvær nætur.

Önnur þjónusta:

  • Rafmagn (hver sólarhringur): 1.000 krónur
  • Sturta (5 mínútur): 300 krónur
  • Þvottavél (90 mínútur): 500 krónur

 

Hópaafsláttur: 10 manna hópur eða fleiri: 10% afsláttur af gistingu, utan stæðisgjalds, ef staðgreitt. Skilyrði er að greitt sé fyrir allan hópinn í einu lagi.

* Gistináttaskattur krónur 333 er innifalinn í stæðisgjaldi.