Tjaldsvæði og verðskrá

Tjaldsvæðið í Ásbyrgi séð af Eyjunni.

Tjaldsvæðið í Ásbyrgi er opið frá 15. maí til 31. október 2021.

Tjaldsvæðið í Vesturdal er opið frá 1. júlí til 15. september 2021.

Gestir eru beðnir um að gera vart við sig í upplýsingahúsi í Vesturdal áður en tjaldað er, eða strax að morgni ef komið er eftir lokun.

Í Ásbyrgi eru stæði fyrir um 350 tjöld. Ekki er hægt að taka frá tjaldstæði. Stórum hópum er bent á að hafa samband við starfsfólk áður en komið er á svæðið.

Tjaldsvæðið í Vesturdal er minna og þar eru fáar flatir sem hægt er að keyra inn á.

Sími: 470 7100 | Netfang: asbyrgi@vjp.is

 

Í Ásbyrgi eru engar ákveðnar flatir fráteknar fyrir húsbíla, hjólhýsi og fellihýsi. Hins vegar eru tenglar fyrir rafmagn á nokkrum flötum og þar er því oftar meira af húsbílum, hjólhýsum og fellihýsum en af tjöldum. Í Ásbyrgi eru 48 tenglar með 1500 W. Notendur eru beðnir að þekkja orkuþörf rafmagnstækja sinna til að meta hvort að tenglarnir anni orkuþörf.

Í Ásbyrgi er salernisaðstaða í snyrtihúsi nyrst á tjaldsvæðinu og í minna þjónustuhúsi sunnar. Í Vesturdal er snyrtiaðstaða í tveimur þjónustuhúsum.

Í Ásbyrgi er sturtuaðstaða í stóra snyrtihúsinu. Fjórar sturtur fyrir hvort kyn. Í Vesturdal er engin sturtuaðstaða og ekki heitt vatn.

Það er engin sérstök eldunaraðstaða fyrir gesti tjaldsvæðis. Þó eru vaskar undir skyggni við bæði snyrtihúsin á tjaldsvæðinu í Ásbyrgi sem og í Vestudal. Á báðum stöðum eru einnig kolagrill sem gestir mega nota.

Þvottavél og þurrkskápar eru í snyrtihúsi á tjaldsvæði í Ásbyrgi.

Í Gljúfrastofu er hægt að komast í netsamband. 

Hér getur að líta loftmynd með skýringum af tjaldsvæðinu í Ásbyrgi.

 

Gjaldskrá fyrir tjaldsvæðið