Dettifoss-Mývatn

Það er margt göngufólkið sem gengur áfram frá Dettifossi og suður að Kröflu (Mývatni). Þessi gönguleið er ekki stikuð og er ekki innan Vatnajökulsþjóðgarðs en þar sem hún er í beinu framhaldi af gönguleiðinni Ásbyrgi - Dettifoss viljum við benda á nokkur atriði.

Dettifoss - Mývatn

Vegalengdir

  • Dettifoss - Eilífsvötn (vestan megin) 12-14 km
  • Eilífsvötn - Krafla ~12 km
  • Krafla - Reykjahlíð ~13 km

Rötun

Gönguleiðin frá Dettifossi að Kröflu er ekki stikuð og það er enginn greinilegur stígur á leiðinni. Gönguleiðin frá Kröflu til Reykjahlíðar er stikuð og  hefst stikaða gönguleiðin við bílastæðið að Leirhnjúk. Stærstan hluta leiðarinnar þarf göngufólk því að vera sjálfbjarga með rötun, geta lesið kort og gengið eftir áttavita og/eða GPS. Það eru örnefni í landslaginu sem eru leiðbeinandi, eins og t.d. fjallið Eilífur, sem blasir við fljótlega eftir að farið er frá Dettifossi, en í þoku og dimmviðri er auðvelt að tapa áttum. Þeim sem ekki hafa þekkingu í rötun er ráðlagt að leggja ekki í þessa gönguferð.

Áningastaðir

Algengast er að göngufólk fari þessa leið á tveimur dögum. Þá er gist við Eilífsvötn og tjaldað á grasbölum nálægt vatninu. Við vesturenda Eilífsvatna er gangnamannakofi, Hlíðarhagi. Skálinn er í einkaeigu og það þarf leyfi landeigenda til að gista í skálanum.

Drykkjarvatn

Göngufólk þarf að bera með sér vatn fyrir hvern göngudag þar sem á leiðinni eru einungis þrír staðir þar sem hægt er að nálgast drykkjarvatn:

  • Á tjaldsvæði við Dettifoss er vatn í brúsum sem landverðir sjá um að koma á svæðið.
  • Við Eilífsvötn eru lindir og lækir, bæði vestan megin og austan, sem hægt er að drekka úr. 

Sérstakar hættur

Gönguleiðin frá Dettifossi að Eilífsvötnum liggur yfir mel, móa og þúfur og er vel greiðfær. Það fer síðan eftir því hvaða leið er farin frá Eilífsvötnum,hvernig göngulandið er yfirferðar. Því vestar sem er farið, því meira er farið inn á hraun og sprungusvæði og því meiri varúar þarf að gæta.